Fréttir

Breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 - Nýtt deiliskipulag Túnahverfi

Í samræmi við 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal ásamt nýju deiliskipulagi í hverfi Túna.

Lækkun á hámarkshraða í Þéttbýlinu í Vík.

Á fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps þann 16. september sl. samþykkti sveitarstjórn að lækka hámarkshraða í þéttbýlinu í Vík úr 50 km í 30 km., að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Suðurlandi.

Starf í Íþróttamiðstöð

Laust er til umsóknar starf í vaktavinnu við Íþróttamiðstöðina í Vík í Mýrdal. Um er að ræða 100% starf.

Umsjónarmaður félagsheimilisins Leikskála í Vík 30% starf

Mýrdalshreppur auglýsir stöðu umsjónamanns félagsheimilisins Leikskála lausa til umsóknar. Um er að ræða 30% starf.

14. Regnbogahátíð Mýrdælinga verður haldin helgina 8.-10. október 2021

The 14th annual Rainbow Festival of arts, crafts and culture* will run from Friday 8th to Sunday 10th October 2021

Strandmælingar.

Fimmtudaginn 9. september hófust strandmælingar að nýju en það er samstarfsverkefni Víkurskóla og Kötlu jarðvangs.

Göngum í skólann

Víkurskóli er hluti af verkefninu Heilsueflandi grunnskóli þar sem markvisst er unnið að heilsueflingu í starfi. Í því felst meðal annars að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.

Auglýsing um kjörskrá

Kjörskrár Mýrdalshrepps vegna Alþingiskosninga og sameiningarkosninga sem fram fara 25. september nk. munu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 17 í Vík, frá og með 15. september 2021 til kjördags.

Frá kjörstjórn Mýrdalshrepps

Kjörfundur í Mýrdalshreppi vegna Alþingiskosninga og sameiningarkosninga laugardaginn 25. september 2021 verður í Víkurskóla.

Samskipti, vinátta, félagsfærni barna - fræðslufyrirlestur fyrir foreldra

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og þjálfari hjá KVAN heldur mikilvægan fræðslufyrirlestur fyrir foreldra fimmtudaginn, kl. 17:00 í Víkurskóla.