Þjónusta við fólk með fötlun

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu ber ábyrgð á og sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir eftirliti með þjónustunni á sínu svæði.

Þjónusta við fatlað fólk er unnin á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks og miðar að því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti, gera því kleift að lifa eðlilegu lífi og skapa skilyrði fyrir þau til að taka virkan þátt í lífinu.Veitt er margvísleg þjónusta. Má þar nefna stuðningur og ráðgjöf við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna, félagsleg liðveisla, stuðningsfjölskylda fyrir fötluð börn, sértæk ráðgjöf, skammtímavistun, hæfing, vernduð vinna, búsetuúrræði og ferðaþjónusta.

Réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Suðurlandi og Vestmannaeyjum postur@rettindagaesla.is með anna@rettindagaesla.is 

Almenn liðveisla: Persónulegur stuðningur sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, til dæmis með aðstoð við að njóta tómstunda, menningar og lista. Er veitt bæði börnum og fullorðnum.

Frekari liðveisla: Margháttuð aðstoð við fullorðna við ýmsar athafnir daglegs lífs, bæði inni á heimilum og úti í samfélaginu.

Ferðaþjónusta: Felur meðal annars í sér akstur til og frá dagþjónustu, ferðir til læknis, ýmsar útréttingar og fleira. Þjónustan fer eftir þörfum hvers og eins.

Umsjón með þjónustu við fatlað fólk hefur Petrína Freyja Sigurðardóttir sími: 487-8125 og netfang: felagsmal@felagsmal.is eða petrina@felagsmal.is 

Félagsleg heimaþjónusta

Sveitarfélögum er skylt að sjá um félagslega heimaþjónustu til handa þeim sem búa í heimahúsum en geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.

Með slíkri þjónustu er stefnt að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum.

Félagsleg heimaþjónusta getur verið hvers konar aðstoð við heimilishald, persónulega umhirðu, félagslegur stuðningur.

Reglur

Gjaldskrá

Umsóknareyðublað

Deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu er Aðalheiður Steinadóttir sími: 487-8125 og netfang: adalheidur@felagsmal.is