Í Inngildingarstefnu Mýrdalshrepps má sjá hvernig hugmyndafræðin er uppbyggð og hvað það er sem Verkefnastjóri inngildingar ber ábyrgð á.
Mýrdalshreppur er fjölmenningarsamfélag þar sem yfir 67 % íbúa sveitarfélagsins eru af erlendu bergi borin.
Nútíma samfélög um allan heim eru í stöðugri þróun og verða sífellt fjölbreyttari með tilliti til uppruna, þjóðernis , trúar og lífsskoðanna. Aukin alþjóðavæðing gerir það að verkum að fólk flytur á milli landa í sífellt auknum mæli og það kallar á breyttar áherslur og nálgun á flestum sviðum samfélagsins. Inngilding er grundvallar atriði í fjölmenningar samfélagi. Þau gildi sem skipta mestu máli í fjölmenningarsamfélagi er virðing fyrir fjölbreytileikanum og jafnrétti. Í fjölmenningarsamfélagi er litið á fjölbreytileika sem sjálfsagðan hlut og þar kemur inngilding sterk inn.
Inngilding (e.inclusion) felur í sér að viðurkenna og virða fjölbreytileikann og gera alltaf ráð fyrir honum. Inngilding snýr að því að virkja öll til þátttöku og gefa fjölbreyttum hópi fólks kleift að taka þátt í ákvarðanatöku.
Eitt aðal markmið Mýrdalshrepps er að samfélagið fái að vaxa og blómstra öllum til heilla.
Að öll fái notið sín á sínum forsendum, að fjölbreytt mannlíf og menning fái að njóta sín.
Við viljum skapa samfélag þar sem gagnkvæm virðing, jafnrétti, þekking og víðsýni einkennir öll samskipit fólks sem hér búa. Að allar stofnanir innan sveitarfélagsins þurfa að aðlaga sig að breyttu samfélagi þar sem inngilding er höfð að leiðarljósi. Allar stofnanir og starfsmenn sveitarfélagsins þurfa að aðlaga sig að breyttu fjölmenningar samfélagi og sækja fræðslu um inngildingu og menningarnæmiog útfæra inngildingarstefnu Mýrdalshrepps í starfsáætlun sína.
Verkefnastjóri Inngildingar og íslensku