Guðlaugsblettur

Guðlaugsblettur 

Er grænt svæði staðsett við hliðin á Súpufélaginu, Víkurbraut 5. Staðsettir eru bekkir með borðum svo hægt sé að njóta náttúrunnar og gæða sér á nesti. 

Guðlaugur Jónsson var pakkhúsmaður og einn af elstu starfsmönnum Kaupfélags Skaftfellinga. Hann var fæddur 8.febrúar 1894 á Suður-Fossi í Mýrdal. Auk starfs síns hjá Kaupfélagi Skaftfellinga var Guðlaugur um langt skeið verkstjóri Sláturfélags Suðurlands við sláturhúsið í Vík. Guðlaugur var mjög tengdur dýrum og sérstakega hrossum. Hann var hestamaður mikill og var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Sindra. Guðlaugur var í forystu í hrossaræktarmálum Mýrdælinga og hafði hann mikinn áhuga á landrækt. Hann bjó til hvílustað fyrir hestana sína sem var á móti suðri og sól, sunnan undir Grafarhól. Þar girti hann grafreitinn og hirti vel. Guðlaugur vildi með því launa þeim samfylgdina. 

Guðlaugsblettur er í höfuðið á þessum merka manni sem setti sinn svip á samfélagið og hirti vel um þennan blett. 

 

Mynd: Þórir Kjartansson

Heimildir:

https://timarit.is/page/3586770#page/n7/mode/2up