Inngildingarstefna Mýrdalshrepps

Framtíðarsýn okkar er að stuðla að samfélagi sem einkennist af seiglu og inngildingu þar sem virðing og valdefling gerir öllum einstaklingum kleift að blómstra. Með því að fagna fjölbreytileikanum skuldbindum við okkur til þess að tryggja jafnan vöxt og þróun öruggs og farsæls samfélags sem hefur velferð allra íbúa að leiðarljósi. Með samvinnu og sameiginlegum gildum stefnum við að því að skapa samfélag þar sem við öll getum upplifað þá tilfinningu að tilheyra og hafa tækifæri til að taka fullan þátt í að skapa samfélagið.

Sjá Inngildingarstefnuna í heild sinni hér