Leikskóli Mánaland

Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli í Vík í Mýrdal og er fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Leikskólinn er staðsettur að Mánabraut 3-5  í sama húsi og Víkurskóli ásamt íþróttamiðstöð hreppsins. Milli 20-30 börn stunda nám við leikskólann á hverjum tíma. Leikskólinn opnar kl. 07:45 á morgnana og honum er lokað kl. 16:15.

Mánaland er þátttakandi í verkefni á vegum landlæknis, Heilsueflandi leikskóli sem og þróunarverkefninu Málþroski og læsi - færni til framtíðar. Lögð er áhersla á holla og góða næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Einnig er unnið með ART og  vináttuverkefnið Blæ á báðum deildum leikskólans. 

Leikskólinn Mánaland starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og stefnu sveitarfélagsins. Unnið er að uppeldi og menntun barna. Fylgst er með velferð þeirra og hlúð að þeim andlega og líkamlega svo þau fái notið sín sem einstaklingar. 

Sjá reglur um heimgreiðslu vegna barna á biðlista eftir leikskólaplássi. 

Leikskólastjóri:Bergný Ösp Sigurðardóttir
Sími: 487 12 41