Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er veitt vegna framfærslu einstaklinga og fjölskyldna. Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem lögheimili eiga í Mýrdalshreppi og hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum sbr. reglur Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu um fjárhagsaðstoð.

Starfsfólk félagþjónustu metur þörfina og ákveður fjárhagsaðstoð til einstaklinga í samræmi við reglur Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

Fjárhagsaðstoð telst til skattskyldra tekna og geta umsækjendur nýtt sér skattkortið sitt við umsóknina. Þegar sótt er um fjárhagsaðstoð þarf að fylla út sérstakt umsóknareyðublað

Fjárhagsaðstoð sem veitt er á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga er alltaf endurkræf sbr. 23. gr.laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Sjá reglur um fjárhagsaðstoð

Nánari upplýsingar veitir Annette Mönster í síma 487-8125 eða netfang: annette@felagsmal.is