Tómstundir og börn

Tómstundir barna og unglinga

Ungmennafélagið Katla var stofnað mánudaginn 17.maí 2008, þegar Ungmennafélagið Drangur og Ungmennafélagið Dyrhólaey sameinuðust. Ungmennafélagið Katla stendur fyrir öflugu íþróttastarfi fyrir börn og fullorðna. Öll árin hefur verið í boði frjálsar íþróttir og knattspyrna auk ýmissa annara greina sem boðið hefur verið upp á að hverju sinni eftir aðstæðum og má þar nefna: box, körfubolta, badminton, frisbígolf, þrekæfingar, fimleika svo dæmi séu tekin. Ungmennafélagið Katla sér um 17.júní hátíðina fyrir Mýrdalshrepps. Ár hvert er uppskeruhátíð félagsins þar sem farið er yfir störf fyrra árs og veittar viðurkenningar.

Ungmennafélagið Katla

Formaður: Sif Hauksdóttir katla@usvs.is

Stjórn:

  • Kolbrún Magga Matthíasdóttir
  • Ingibjörg Jenný Lárusdóttir
  • Sara Lind Kristinsdóttir
  • Þórdís Erla Ólafsdóttir Dýrfjörð
  •  

Tímatafla UMF Kötlu haust 2023 

Jaðarklúbburinn Víkursport

Hefur þú áhuga á motocrossi, enduro, fjallahjólreiðum, skotfimi, svifvængjaflugi eða öðrum jaðarsportum?

Við erum alltaf opin fyrir að fá inn nýja og hressa meðlimi í klúbbinn, hafir þú áhuga á að vera með eða hefur spurningar um starfsemina endilega sendið okkur skilaboð

Facebook síða: https://www.facebook.com/profile.php?id=100063860220499

Formaður: Drífa Bjarnadóttir

Tölvupóstur: vikursport@gmail.com