Gjaldskrá

Hér má nálgast gjaldskrár Mýrdalshrepps:

Fræðslusvið

Leikskóli

Gjaldskrá Leikskóladeildar frá: 01. maí 2024

 Tímagjald: kr. 3.787

VISTUNARGJÖLD
Vistun tímar   Gjald
4 Kr. 15.148
5 Kr. 18.935
6 Kr. 22.722 
7 Kr. 26.509 
8 Kr. 30.297
 
Óski foreldrar eftir vistun sem miðast við hálftíma umfram tiltekinn tímafjölda þá reiknast til viðbótar hálft tímagjald
 
Aukakorter fyrir hvern barn á mánuði (7:45/16:15)
Aukakorter             kr. 1.135
 
Gjald fyrir aukatíma ef barn er ekki sótt á réttum tíma er              kr. 1.609          pr. klst.
                                                            Lágmark er 0,5 klst eða               kr. 805
                               síðan fyrir hverja byrjaðar 15. mínútur               kr. 402
 
FÆÐISGJÖLD
 
Hressing                      kr. 1.731                   pr. mán. fyrir 4 og 5 tíma vistun
Hressing                      kr. 3.460                pr. mán. fyrir 8 tíma vistun
Hádegismatur           kr. 7.490                pr. mán   
Ávaxtahressing        kr. 1.312                  pr. mán fyrir vistun fyrir hádegi 
 
BLEIUGJALD            Kr. 3080                 pr. mán. fyrir 8 kl.  

 

AFSLÆTTIR
 
50%   Afsláttur einstæðra foreldra af vistunargjöldum
50%   Systkinaafsláttur af öðru barni
90%   Systkinaafsláttur af þriðja barni
15%   Ef annað foreldri er í lánshæfu námi eða er öryrki
30%   Ef báðir foreldrar eru í lánshæfu námi eða eru öryrkar
 

Breyting á gjaldi vegna sambúðar eða sambúðarslita, upphafs eða loka náms eða örorku kemur til framkvæmda 1. næsta mánaðar. Foreldrum er skylt að tilkynna leikskólastjóra breytingar á högum sínum sem geta leitt til breytinga á gjöldum.

Reglur um heimagreiðslur í Mýrdalshreppi:

1. gr.

Mýrdalshreppur samþykkir að greiða sérstakar heimagreiðslur til forráðamanna barna þar til barn fær boð um leikskólavist. Einstæðir foreldrar eiga rétt á heimagreiðslu þegar barn nær 9 mánaða aldri en foreldrar í hjúskap eða sambúð þegar barn nær 12 mánaða aldri.

2. gr.

Barn og forráðamenn þess skulu hafa lögheimili og búsetu í Mýrdalshreppi.

3. gr.

Sækja skal um heimagreiðslur á umsóknareyðublaði sem er að finna á vefsíðu sveitarfélagsins www.vik.is eða á hreppsskrifstofunni og skal skilað þangað. Umsókn er aldrei afturvirk.

4. gr.

Heimagreiðslur eru veittar frá næstu mánaðarmótum eftir að umsókn er móttekin ef barnið hefur náð aldri til úthlutunar og það hefur ekki fengið pláss á leiksóla Mýrdalshrepps. Umsókn skal berast á skrifstofu Mýrdalshrepps eigi síðar en 21. þess mánaðar sem sótt er um greiðslur fyrir.

5. gr.

Heimagreiðslur eru kr. 97.000 á mánuði með hverju barni. Greiðslur þessar skulu endurskoðaðar árlega. Heimagreiðslur fást að hámarki greiddar í 11 mánuði á ári þ.e. að ekki eru greiddar heimgreiðslur samhliða sumarlokun leikskóla.

6. gr.

Heimagreiðslur eru greiddar eftir á og miðast við að greitt sé út síðasta virka dag mánaðar.

7. gr.

Heimagreiðslur falla niður ef foreldrar fá boð um leikskólavistun í leikskóla Mýrdalshrepps, hvort sem leikskólavist er þegin eða henni hafnað.

8. gr.

Umsóknir um heimagreiðslur skal endurnýja árlega. 2

9. gr.

Foreldrar sem skulda eldri gjöld hjá Mýrdalshreppi fá ekki greiddar út samþykktar heimagreiðslur fyrr en skuldin er að fullu greidd.

10. gr.

Verði um ofgreiðslur að ræða á heimagreiðslum áskilur Mýrdalshreppur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu. Sé ofgreiðsla á grundvelli rangra upplýsinga, eða umsækjandi ekki tilkynnt um breytingar á högum sínum, sem hafa áhrif á rétt til heimagreiðslna er heimilt að leggja dráttarvexti á upphæð endurkröfunnar. Reglur þessar voru samþykktar í sveitarstjórn Mýrdalshrepps 19. október 2023 og taka gildi frá þeim degi. 

 

Grunnskóli

Gjaldskrá Víkurskóla skólaárið 2024-2025 

VISTUNARGJÖLD

Full vistun: 7.605 kr.  

Gjald fyrir afmarkaðan daga fjölda í dægradvöl:

Dagar á viku pr. mánuð  1 2 3 4
Gjald, kr.   1.520  3.040 4.560 6.080

 

Gjald fyrir síðdegishressingu fullt gjald: 2.575 kr.

Gjald fyrir afmarkaðan daga fjölda í síðdegishressingu:

Dagar á viku pr. mánuð 1 2 3 4
Gjald, kr. 505 1.010 1.515 2.020

 

Hádegisverður og ávaxtabiti, hver máltíð, samtals: gjaldfrjálsar. 

Morgunhressing, hver máltíð: gjaldfrjálsar.

Boðið er upp á dægradvöl alla virka daga á skólaárinu að loknum skóladegi. Einnig er opið á foreldradögum og tvo af fimm starfsdögum. Skrá þarf sérstaklega í vistun þá daga sem ekki er kennsla og þarf skráning að berast 2 virkum dögum fyrir tilsettan dag. Kostnaður fyrir þá daga eru krónur 1.670 kr.  

Ef foreldrar/forráðamenn barna í Dægradvöl eru jafnframt með barn í leikskóla í Mýrdalshrepp, er veittur 25% afsláttur af mánaðargjaldi. Ef foreldrar/forráðamenn eiga tvö börn í Dægradvöl er veittur 50% afsláttur af mánaðargjaldi fyrir annað barnið. Ef tvö börn eru í Dægradvöl auk barns í leikskóla er veittur 25% afsláttur fyrir annað barnið í og 50% afsláttur fyrir hitt barnið í Dægradvöl.

Dægradvöl. Alltaf er greitt fullt gjald fyrir síðdegishressingu.

Samþykkt í sveitarstjórn 19. október 2023

Tónskóli

Gjaldskrá Tónskóla Mýrdalshrepps skólárið 2024-2025

Hljóðfæranám og tónsmíðanám barna
Grunnám fullt nám, árgjald                                               87.900
Söngnám barna
Grunnám fullt nám, árgjald                                               113.900
 
Hljóðfæranám og tónsmíðanám fullorðinna
Grunnám fullt nám, árgjald                                               113.900
Söngnám fullorðinna
Grunnám fullt nám, árgjald                                               153.900
 
Hljóðfæraleiga                                                                        10.900
Systkinaafsláttur 2. barn                                                   25%
Systkinaafsláttur 3. barn                                                   50%
 
Kórnám barna*                                                                       17.900
Kórnám fullorðinna                                                              55.500
Syngjandi fjölskylda (7 vikna námskeið)                    18.500
 
*Börn sem skráð eru í nám við tónskólann þurfa ekki að greiða aukalega fyrir barnakór 

Íþrótta- og tómstundasvið

  Börn  Fullorðnir  Eldri borgarar
 Stakt gjald 400,-  1.250,-  400,-  
 10 tíma kort 3.000,-  8.500,-  3.500,-  
 30 tíma kort 5.000,-  15.000,-  5.500,-  
 Árskort 6.000,-  35.000,-  6.500,-  
 Hjóna / para árskort   42.500,-   
 Handklæðaleiga 1.200,- 
 Sundfataleiga 1.200,- 
 Sundlaugableyjur 400,-     

HEILSURÆKT OG SUND:

  Fullorðnir Eldri borgarar
 Stakur tími 2.000,-  650,- 
 1 mánuður 7.000,-  1.500,- 
 3 mánaða kort 15.000,-  4.500,- 
 Hálfsárskort 25.000,-  8.000,- 
 Árskort 40.000,-  15.000,- 
 Hjóna / para árskort 55.000,-   
 Árskort öryrkjar 15.000,-   

ÍÞRÓTTAVÖLLUR:

 Æfing (1 klst.)  10.500,- 
 Fótboltaleikur  21.000,- 
 Fótboltaleikur  52.500,- 

ÍÞRÓTTASALUR:

 Leiga á íþróttasal (1 klst.) 4.000,- 
 Afmæli (2 Klst) 6.000,- 

 

Stjórnsýslusvið

Álagning gjalda fyrir árið 2024

Útsvarshlutfall: Útsvarshlutfall verður á árinu 2024, 14.97%

Fasteignaskattur: Er álagður samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum.

  • Allt að 0,5% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
  • 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
  • Allt að 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.. Heimilt er sveitarstjórn að hækka álagningu í a) og c) lið um allt að 25%.

Sveitarstjórn samþykkir að álögð fasteignagjöld í Mýrdalshreppi 2024 verði með eftirfarandi hætti.

Fasteignaskattur: A-flokkur 0,33 % af fasteignamati húss og lóðar

                                        B-flokkur 1,32 % af fasteignamati húss og lóðar

                                        C-flokkur 1,65 % af fasteignamati húss og lóðar

Sveitarstjórn samþykkir álagningu eftirfarandi gjalda sem innheimt verða með fasteignaskatti.

  • Holræsagjald: 0,20 % af fasteignamati húss og lóðar
  • Rotþróargjald: kr. 12.155-
  • Lóðarleiga: 1,5 % af lóðarmati lóðar
  • Vatnsgjald: 0,15 % af fasteignamati húss og lóðar

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar verður innheimtur fasteignaskattur skv. c lið af öllu húsnæði sem nýtt er í tengslum við ferðaþjónustu, en tekið tillit til laga um heimagistingu verði sýnt fram á að húsnæðið sé ekki leigt nema í 90 daga á ári eða tekjur af útleigu fari ekki yfir 2 milljónir.

Sorphreinsun og sorpförgun 2024

Tillaga að verðskrá fyrir ílát við heimili og stofnanir í Mýrdalshrepp

VAL UM ÍLÁT MEÐ MISMIKLU RÚMMÁLI  VERÐ Á ÁRI VERÐ Á MÁNUÐI
 Blandaður úrgangur
     120 L 29.500 2.459
     240 L 49.000 4.084
     660 L 117.500 9.792
 Plast
     240 L 14.500 1.209
     660 L 43.500 3.625
 Pappír og pappi
     240 L 9.000 750
     660 L 27.000 2.250
 Lífrænt
     120 L 33.500 2.792

Gjaldskrá förgun og móttaka gámaplan Vík - frá nóv. 23

 Komugjöld     
Komugjald á gámaplan 3.000  pr/ferð

 Almennur úrgangur og grófur úrgangur

 

 

Blandadur úrgangur 18.600  kr/m³
Blandadur grófur úrgangur 18.600  kr/m³
Timbur 21.000  kr/m³
Glerumbúðir 12.000  kr/m³
Plast blandað 2.720  kr/m³
Pappir og pappi blandað 2.720  kr/m³
Málmar, brotamálmar kr/m³
Málmumbúðir kr/m³
Hjólbarðar kr/m³
Raf- og rafeindatæki blandað kr/m³
Afsetning spilliefni blandað 150  kr/kg
Gler og óvirkur úrgangur (múrbrot, gips...) 7.797  pr/m³
Garðaúrgangur 3.657  pr/m³
Grófur plastúrgangur - fiskikör o.þ.h. 39.806  pr/m³
Heyrúlluplast óendurvinnalegt 18.600  pr/m³
Heyrúlluplast endurvinnalegt pr/m³
Frauðplast   4.792  pr/m³
Sóttmengaður úrgangur  711  kr/kg
 
 Ýmislegt
Matarolía 50  kr/L
Olíumengaður úrgangur (olía, olíusíur, plast olíubrúsar) 242  kr/kg
 
 Raftæki og spilliefni
KælitækiGjaldfrjálst


Lítil raftæki
Ljósaperur
Rafgeymar - fyrirtæki
Skjáir
Stór raftæki
Tölvur, prentarar og símar
Rafhlöður

Grunnvísitala verðskrár fylgir 50% Launavísitölu og 50% NVT 072 Rekstur ökutækja / Öll verð eru með vsk 

Afsláttur af fasteignaskatti 

Elli- og örorkulífeyrisþegum, er búa í eigin húsnæði, er veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi samkvæmt sérstakri reglugerð sem sveitarstjórn hefur samþykkt. Eigendur húsa þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og/eða mannúðarstörf, geta sótt um styrki til sveitarstjórnar til greiðslu fasteignaskatts. Sveitarstjórn hefur sett reglur um veitingu slíkra styrkja. 

Reglur um afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega í Mýrdalshreppi. 

1. gr.
Reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega er vegna íbúðarhúsnæðis þeirra til eigin nota og fyrir þá sem eiga lögheimili í Mýrdalshreppi. Niðurfellingin er tekjutengd og tekur einungis til fasteignaskatts. 
2. gr.
Við ákvörðun afsláttar skulu notaðar eftirfarandi viðmiðanir heildartekjur árið 2023.
Einstaklingar Hjón/sambýlisfólk
Tekjur Afsláttur Tekjur Afsláttur
- 7.003.735 100% - 9.806.540 100%
7.003.736 7.658.902 75% 9.806.541 10.461.707 75%
7.658.903 8.314.069 50% 10.461.708 11.116.874 50%
 
Þessar fjárhæðir miðast við árstekjur (heildartekjur) 2023, sbr. álagningu skattstjóra og gilda fyrir lækkun fasteignaskatts 2024. Fjárhæðirnar skulu framreiknaðar árlega með tilliti til breytinga á launavísitölu frá upphafi til loka þess tekjuárs sem miðað er við hverju sinni. 
3. gr.
Við fráfall maka eða sambýlismanns tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega á eftirlifandi maki rétt á afslætti samkvæmt 2. gr.
4. gr. 
Útreikningur á afslætti fer fram vélrænt í álagningarkerfi Þjóðskrár íslands með tengingu við skrár Ríkisskattstjóra.
5. gr. 
Aðilar sem falla undir tekjuviðmið skv. 2.gr. fá rétt til lækkunar fasteignaskatts frá og með því ári sem þeir ná 67 ára aldri.
Örorkulífeyrisþegar yngri en 67 ára, sem falla undir tekjuviðmið skv. 2.gr., skulu leggja fram gild örorkukort sem Tryggingarstofnun ríkisins gefur út sé þess óskað. Réttur til lækkunar fellur niður ef kortið rennur út.
6. gr. 
Telji fasteignaeigendur sig eiga rétt á afslætti m.v. þessar reglur og hafi tekjur þeirra lækkað milli viðmiðunar árs og álagningarárs geta þeir óskað eftir endurreikningi miðað við tekjur ársins 2023 samkvæmt staðfestu skattframtali þegar það liggur fyrir.
7. gr. 
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005. 

Skipulags- og byggingarmál

Gatnagerðagjöld

SAMÞYKKT um gatnagerðargjald í Mýrdalshreppi.

1. gr. 
Almenn heimild.
Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í þéttbýli í Mýrdalshreppi skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt samþykkt þessari, sbr. 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.
Einnig skal greiða vegna sömu framkvæmda heimæðargjald vatnsveitu skv. lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, tengigjald holræsa skv. lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 og byggingarleyfisgjald skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010 og gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
2. gr. 
Ráðstöfun gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu og viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja.
Byggingarleyfisgjöld svo og tengi- og heimæðargjöld og gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu eru innheimt sérstaklega samkvæmt gjaldskrám og eru ekki innifalin í gatnagerðargjaldi.
3. gr. 
Gjaldstofn gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald er tvíþætt. Annars vegar er það vegna nýrra bygginga og hins vegar vegna stækkunar á eldra húsnæði.
Stofn til álagningar gatnagerðargjalds vegna nýbygginga er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð, en stofn til álagningar gatnagerðargjalds vegna stækkunar á eldra húsnæði er fermetrafjöldi þeirrar byggingar sem byggingarleyfi er veitt fyrir.
Gjaldstofninn er ákveðinn á eftirfarandi hátt:
a. Þegar sveitarfélagið úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð er gatnagerðargjald lagt á í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
b. Þegar gatnagerðargjald verður ekki lagt á skv. a-lið, eða ef byggingarleyfi er veitt fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, er við útgáfu byggingarleyfis lagt á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.
Við álagningu skv. b-lið 2. mgr. skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum uppdráttum og ÍST 50.
4. gr. 
Útreikningur gatnagerðargjalds.
Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:
Húsgerð Hlutfall
Einbýlishús með eða án bílgeymslu  7,50%
Parhús með/án bílgeymslu 6,50%
Raðhús með/án bílgeymslu 6,50%
Fjölbýlishús með/án bílgeymslu  4,00%
Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði 3,50%
Iðnaðarhúsnæði  3,00%
Hesthús 2,00%
Lágmarksgjald skv. 1. mgr. skal aldrei vera hærra en sem nemur 15% af byggingarkostnaði fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis eins og hann er hverju sinni skv. útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987, um vísitölu byggingarkostnaðar.
Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að hún færist í hærri gjaldflokk, sbr. 1. mgr. skal greiða gatnagerðargjald sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.
Fjárhæðir taka breytingum 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (186.011 kr./fm, byggingarvísitala 119 stig fyrir janúar 2014).
5. gr. 
Undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds.
Undanþegnar greiðslu gatnagerðargjalds eru eftirtaldar byggingar:
a. Lagnakjallarar og aðrir gluggalausir kjallarar, sem aðeins er gengið í innan frá.
b. Svalaskýli íbúðarhúsa sem eru 20 fermetrar eða minni.
c. Óeinangruð smáhýsi, minni en 6 fermetrar. Fyrir stærri hús er greitt sama gatnagerðargjald og fyrir hesthús.
6. gr. 
Sérstök lækkunarheimild.
Sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, svo sem vegna þéttingar byggðar, atvinnuuppbyggingar, lítillar ásóknar í viðkomandi lóð eða vegna eftirspurnar eftir leiguhúsnæði.
Jafnframt er sveitarstjórn heimilt að lækka eða fella niður gjöld vegna sérhæfðs félagslegs húsnæðis, svo sem sambýlis fyrir fatlaða, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og félagslegt leiguhúsnæði, enda sé slíkt húsnæði í eigu stofnana, félagasamtaka eða félaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyni, sbr. skilyrði varðandi kvaðabindingu og endurgreiðsluskyldu í 2. mgr. 6. gr. laga um gatnagerðargjald.
7. gr. 
Greiðsluskilmálar.
Gjalddagar gatnagerðargjalds skulu vera sem hér segir:
a. Við lóðarúthlutun, sölu lóðar eða veitingu byggingarréttar skv. a-lið 3. gr. eða við útgáfu byggingarleyfis skv. b-lið sömu greinar skal greiða 50% gatnagerðargjaldsins. Hafi ekki verið lagt bundið slitlag á viðkomandi götu við lóðaúthlutun eða útgáfu byggingarleyfis skal einungis greiða 20% gjaldsins við lóðaúthlutun og 30% við lagningu bundins slitlags á götuna.
b. Við útgáfu fokheldisvottorðs greiðist 50% gjaldsins.
c. Við útgáfu byggingarleyfis vegna framkvæmda sem falla undir 5. gr. en eru ekki undanþegnar gatnagerðargjaldi, skal gatnagerðargjald greitt við útgáfu byggingarleyfis.
Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Af gjaldföllnu gatnagerðargjaldi skulu greiðast dráttarvextir, skv. ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá gjalddaga.
8. gr. 
Áfangaskipti framkvæmda.
Í þeim tilvikum þegar lóðarhafi hyggst byggja hús, annað en íbúðarhús, í áföngum, getur sveitarstjórn heimilað slíka áfangaskiptingu og þá skal gatnagerðargjald hverju sinni greiðast samkvæmt þeirri samþykkt sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið.
Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í lóðarumsókn að hann ætli að reisa fyrirhugað mannvirki í áföngum og hvenær hann hyggst hefja framkvæmdir á sérhverjum byggingaráfanga.
Verði heimiluð áfangaskipti falla áætluð gjöld í gjalddaga við upphaf hvers byggingaráfanga í samræmi við áform lóðarhafa við úthlutun lóðarinnar.
9. gr. 
Afturköllun lóðarúthlutunar vegna vanskila eða dráttar á framkvæmdum.
Nú greiðir lóðarhafi ekki gatnagerðargjald á tilskildum tíma og er hreppsnefnd þá heimilt að undangenginni viðvörun að afturkalla byggingarleyfið og/eða lóðarúthlutun og skal kveðið svo á í úthlutunar- eða byggingarskilmálum.
Hafi teikningar af fyrirhuguðu húsi ekki borist byggingarnefnd til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun lóðar, er heimilt að fella lóðarúthlutunina úr gildi og endurgreiðist þá gatnagerðargjaldið.
Byggingarfrestur er 12 mánuðir, þ.e. að lóð fellur aftur til sveitarsjóðs hafi framkvæmdir ekki verið hafnar innan þess tíma frá veitingu byggingarleyfis, nema leyfið hafi verið háð öðrum skilmálum um byggingarfrest.
10. gr.
Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.
Lögveðsréttur. Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald er ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.
11. gr.
Endurgreiðsla gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald skal endurgreitt í eftirtöldum tilvikum:
a. Ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð.
b. Ef gatnagerðargjald hefur verið greitt í tengslum við útgáfu byggingarleyfis, en leyfið fellur úr gildi.
Gatnagerðargjald skal endurgreitt innan 30 daga ef lóð er afturkölluð skv. a-lið, sama gildir um gatnagerðargjald sem lagt hefur verið á í tengslum við útgáfu byggingarleyfis sbr. b-lið, en þá skal gatnagerðargjald endurgreitt innan 30 daga frá því að byggingarleyfishafi hefur sannanlega krafist endurgreiðslu.
Gatnagerðargjald skal endurgreitt og verðbætt, án vaxta, miðað við breytingu á vísitölu byggingarkostnaðar frá því lóðarhafi greiddi gatnagerðargjaldið til endurgreiðsludags.
Um endurgreiðslu fer að öðru leyti skv. 9. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.
12. gr.
Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjald.

Um samninga um gatnagerðargjald af tilteknum lóðum, sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafa gert við Mýrdalshrepp fyrir gildistöku gjaldskrár þessarar, svo og skilmálar varðandi gatnagerðargjald, sem sveitarstjórn hefur sett fyrir sömu tímamörk og lóðarhafi og lóðareigandi hefur undirgengist, fer eftir gjaldskrá um gatnagerðargjald í Mýrdalshreppi nr. 1347/2007.

13. gr.
Gildistaka.
Samþykktin er samin og samþykkt af sveitarstjórn Mýrdalshrepps, skv. heimild í lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald.
Samþykktin öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá um gatnagerðargjald í Mýrdalshreppi nr. 1347/2007.
 
Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, 10. janúar 2014.
Helga Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Gjaldskrá fyrir fráveitu- og rotþróargjald

GJALDSKRÁ fyrir fráveitu- og rotþróargjald í Mýrdalshreppi.

1. gr. 
Stofngjald fráveitu.
Eiganda eða rétthafa fasteignar sem tengst getur fráveitu Mýrdalshrepps ber að greiða gjald fyrir tengingu við fráveituna sbr. 13. gr. V. kafla laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Gjaldið stendur undir kostnaði við tengingar fráveitu og tekur mið af gerð, stærð og lengd tenginga. Með tengigjaldi er innheimt hlutdeild í stofnkostnaði við aðliggjandi fráveitukerfi.
Af öllum nýbyggingum, hvort sem eru á eignar- eða leigulóðum í Mýrdalshreppi skal greiða tengigjald sem hér segir:
150 mm tenging (allt að 20 m löng)     150.000 kr.
200 mm tenging (allt að 20 m löng)    200.000 kr.
250 mm tenging (allt að 20 m löng)     250.000 kr.
Þar sem sérstakar aðstæður eru til staðar eða tenging er lengri en 20 metrar skal lóðarhafi greiða raunkostnað við að tengja viðkomandi fasteign við fráveitu Mýrdalshrepps.
Gjalddagi tengigjalds er við úthlutun lóðar í eigu sveitarfélagsins og við útgáfu byggingarleyfis á öðrum lóðum. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Upphæð tengigjalda breytist fyrsta janúar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu. Ofangreint verð tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar sem tók gildi 1. janúar 2012 og var 112,3 stig.
2. gr. 
Fráveitugjald.
Hverjum þeim sem á hús, húshluta, lóð, jörð eða aðra fasteign í Mýrdalshreppi sem holræsi hefur verið lagt í og tengt fráveitu í eigu sveitarfélagsins ber að greiða árlegt fráveitugjald til sveitarsjóðs í samræmi við 14. gr. V. kafla laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Árlegt fráveitugjald í Mýrdalshreppi er 0,20% af fasteignamati fasteigna. Gjaldið skal innheimt frá og með því að byggingin er skráð fokheld í Landsskrá fasteigna byggingarstig 4.
3. gr. 
Rotþróargjald.
Mýrdalshreppur innheimtir árlega rotþróargjald vegna hreinsunar og tæmingar rotþróa í sveitarfélaginu.
Gjaldið er innheimt árlega, sem hér segir:
Rotþró 6000 lítra og minni          kr. 7.000
Rotþró stærri en 6000 lítra         kr. 9.000
Aukalosanir                                         kr. 9.000 fyrir hverja tæmingu.
Upphæð rotþróargjalds breytist fyrsta janúar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu. Ofangreint verð tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar sem tók gildi 1. janúar 2012 og var 112,3 stig.
4. gr.
Lækkunarheimild.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps getur samþykkt að fella niður eða lækka fráveitugjöld hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum í samræmi við 15. gr. V. kafla laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna.
5. gr. 
Innheimta.
Gjalddagar fráveitu- og rotþróargjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignagjald. 
Fráveitugjaldi og tengigjaldi ásamt innheimtukostnaði og vöxtum fylgir lögveðsréttur í fasteigninni í tvö ár frá gjalddaga. Lögveð þetta gengur fyrir eldri sem yngri samnings- og aðfararveðum og yngri lögveðum. Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu fráveitugjalds.
6. gr.
Gildistaka.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt var af sveitarstjórn Mýrdalshrepps skv. 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna, þann 19. júní 2012, staðfestist hér með til að öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt falla úr gildi eldri gjaldskrár og gjaldskrá fyrir fráveitu- og rotþróargjald Mýrdalshrepps sem samþykkt var í sveitarstjórn Mýrdalshrepps 26. febrúar 2009.
 
Vík í Mýrdal, 22. júní 2012.
Ásgeir Magnússon sveitarstjóri. 

Gjaldskrá fyrir vatnsveitu

GJALDSKRÁ fyrir vatnsveitu Mýrdalshrepps.

1. gr. 
Stofn til álagningar vatnsgjalds.
Af öllum fasteignum í Mýrdalshreppi sem tengdar eru við vatnsveitu í eigu sveitarfélagsins, ber að greiða vatnsgjald til sveitarsjóðs. Stofn til álagningar vatnsgjalds skal vera 0,15% af fasteignamati allra húsa og lóða samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna með síðari breytingum.
2. gr. 
Gjalddagar.
Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu vatnsgjalds hagað á sama hátt og innheimtu fasteignagjalds.
3. gr. 
Heimæðagjald.
Notendur greiða heimæðagjöld sem miðast við að ídráttarrör fyrir heimæðar hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitunnar að inntaksstað við mannvirkið og að lega og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekinn út og samþykktur af vatnsveitunni.
Þvermál inntaks                                    Heimæðagjald                                 Yfirlengd
32 mm eða minna                                      135.000 kr.                                  3.000 kr./m
40 mm                                                             175.000 kr.                                  4.000 kr./m
50 mm                                                             255.000 kr.                                  6.000 kr./m
63 mm                                                              490.000 kr.                                 7.000 kr./m
90 mm                                                              865.000 kr.                                  9.000 kr./m
Yfirlengd reiknast af heimtaug sem er lengri en 50 m í lóð viðkomandi mannvirkis. Heimæðagjald skal greitt þegar lokið hefur verið við tengingu vatnsveitunnar við viðkomandi mannvirki. Heimæðagjald breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu byggingarvísitölu. Ofangreint verð tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar sem tók gildi 1. janúar 2012 og var 112,3 stig.
4. gr. 
Ábyrgð á greiðslu gjalda.
Eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðagjalds. Vatnsgjald og heimæðagjald nýtur aðfararheimildar skv. 9. gr. laga nr. 32/2004. Vatnsgjald og heimæðagjald, ásamt vöxtum og áföllnum kostnaði nýtur lögveðsréttar í fasteign eiganda næstu 2 ár eftir gjalddaga, með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfaraveði.
5. gr. 
Gildistaka.
Gjaldskrá þessi sem samþykkt er af sveitarstjórn Mýrdalshrepps 19. júní 2012, er byggð á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 og reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005. Gjaldskráin tekur þegar gildi.
 
Vík í Mýrdal, 22. júní 2012.
Ásgeir Magnússon sveitarstjóri. 

Gjaldskrá fyrir þjónustu, leyfisveitingar og afsgreiðslu vegna skipulags- og byggingarmála

GJALDSKRÁ fyrir þjónustu, leyfisveitingar og afgreiðslu vegna skipulags- og byggingarmála í Mýrdalshreppi

1. gr.
Byggingarleyfi skv. 51 gr. laga nr. 160/2010 un mannvirki.
Greiða skal byggingarleyfisgjald fyrir hverja byggingu sem fengið hefur útgefið byggingarleyfi. Þó skal ekki innheimta byggingarleyfisgjald fyrir byggingar sem eru 15 m² eða minni nema um viðbyggingar sé að ræða.
Fyrir byggingarleyfi skal greiða eftirfarandi gjöld, sem skiptist í afgreiðslugjald og rúmmetragjald:
1.1. Fyrir sérhvert byggingarleyfi vegna nýrra mannvirkja, viðbygginga og niðurrif húsa, greiðist óafturkræft afgreiðslugjald kr. 60.000.
1.2. Fyrir breytingu á áður útgefnu byggingarleyfi og fyrir byggingarleyfi sem felur í sér minniháttar breytingu á þegar byggðu mannvirki, greiðist óafturkræft                          afgreiðslugjald kr. 30.000.
Fyrir sérhvert byggingarleyfi greiðist að auki rúmmetragjald sem hér segir:         kr. pr. m³
1.3. Íbúðarhúsnæði og bílgeymslur                                                                                                       260
1.4. Atvinnu- og þjónustuhúsnæði (skrifstofu-, verslunar- og gistihúsnæði)                  260
1.5. Iðnaðarhúsnæði og landbúnaðarbyggingar                                                                                80
1.6. Sumarhús                                                                                                                                                  450
Innifalið í gjaldinu er skráning umsóknar, yfirferð uppdrátta og útgáfa byggingarleyfis, lögbundið byggingareftirlit, lögbundin öryggisúttekt og lokaúttekt ásamt skráningu húss hjá Þjóðskrá Íslands.
Gjöld miðast við eina yfirferð hönnunargagna.
Gjöld vegna aðkeyptrar yfirferðar séruppdrátta eru innheimt sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni.
Sé sótt um endurnýjun byggingarleyfis og breytingar að auki skal farið með það sem nýtt byggingarleyfi, það sem áður hefur verið greitt kemur til frádráttar.
2. gr.
Málsmeðferð tilkynntra framkvæmda, sbr. ákvæði gr. 2.3.3 og 2.3.6 í byggingarreglugerð. 
Vegna málsmeðferðar tilkynntra framkvæmda sbr. gr. 2.3.5 og 2.3.6 í byggingarreglugerð greiðist afgreiðslugjald kr. 30.000.
Innifalið í gjaldi er móttaka og varðveisla gagna, yfirferð m.t.t. samræmis við skipulag og skráningu hjá Þjóðskrá Íslands.
Öll gjöld skv. 12. gr. falla í gjalddaga við samþykkt byggingaráforma og skulu greidd áður en byggingarleyfi er gefið út.
Af íveru- og þjónustuhúsnæði er að auki innheimt sorphreinsunar- og/eða sorpförgunargjald af starfseminni.
3. gr.
Gjöld vegna stoðuleyfa. 
Gjaldflokkur:                                                                                                                                                                                                                   kr.
3.1 Stöðuleyfi 20 feta gáma á gámasvæði sveitarfélagsins, veitt til allt að eins árs                                                             30.000 pr. einingu
3.2 Stöðuleyfi 40 feta gáma á gámasvæði sveitarfélagsins, veitt til allt að eins árs                                                            45.000 pr. einingu
3.3 Stöðuleyfi gáma, báta o.fl. annars staðar en á gámasvæði sveitarfélagsins, veitt í / til 6 mánuði                        30.000 pr. einingu
3.4 Stöðuleyfi gáma, báta o.fl. annars staðar en á gámasvæði sveitarfélagsins, veitt í 7 til 12 mánuði                      60.000 pr. einingu
3.5 Stöðuleyfi söluvagna, söluskúra, veitingaskála/sáma, veitt í Í til 6 mánuði                                                                       50.000 pr. einingu
3.6 Stöðuleyfi söluvagna, söluskúra, veitingaskála/gáma, veitt í 7 til 12 mánuði                                                                   100.000 pr. einingu
4. gr.
Framkvæmdaleyfisgjald skv. I.mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13.-16. gr. skipulagslaga ákveður sveitarstjórn gjald eftir umfangi framkvæmdar að fenginni tillögu skipulagsfulltrúa.
Fjárhæð gjaldsins skal ekki vera hærri en sem nemur kostnaði við undirbúning leyfis og lögbundins eftirlits s.s. umsýslu og málsmeðferð skipulagsfulltrúa, utanaðkomandi sérfræðivinnu, nauðsynlegra umsagna, auglýsinga o.s.frv. Lágmarksgjald skal þó vera 70.000 kr.
Þegar álit Skipulagsstofnunar skv. lögum nr. 106/2000 með síðari breytingum er nauðsynlegt vegna framkvæmdar, telst kostnaður sveitarfélagsins vegna þess, hluti af kostnaði við undirbúning leyfis.
Tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa vegna útgáfu framkvæmdaleyfis er 12.500 kr./klst.
5. gr.
Gjald fyrir skipulagsvinnu skv. 2. mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sé þörf á að vinna skipulagsáætlun eða gera breytingu á skipulagsáætlun vegna leyfisskyldra framkvæmda eða grenndarkynna byggingarleyfisumsókn er tekið gjald sem nemur kostnaði við skipulagsgerðina, umsýslu, kynningu og auglýsingu.                   
                                                                                                                                                                                                 kr.
5.1 Aðalskipulagsbreyting skv. 1. mgr. 36. gr.
       Vinnsla breytingartillögu                                                                                                                             skv. reikningi
       Umsýslu- og auglýsingakostnaður                                                                                                               180.000
5.2 Óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr.
        Vinnsla breytingartillögu                                                                                                                             skv. reikningi
        Umsýslu- og auglýsingakostnaður                                                                                                                80.000
5.3 Nýtt deiliskipulag skv. 37.-42. gr.
        Vinnsla breytingartillögu                                                                                                                             skv. reikningi
        Umsýslu- og auglýsingakostnaður                                                                                                               180.000
5.4 Nýtt deiliskipulag skv. 37.-42. gr. án lýsingar og kynningar skv.
        4. mgr. 40. gr.
        Vinnsla breytingartillögu                                                                                                                              skv. reikningi
        Umsýslu- og auglýsingakostnaður                                                                                                                105.000
5.5 Breyting á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr.
        Vinnsla breytingartillögu                                                                                                                               skv, reikningi
        Urnsýslu- og auglýsingakostnaður                                                                                                                 105.000
5.6 Óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. með
       grenndarkynningu
       Vinnsla breytingartillögu                                                                                                                                skv. reikningi
       Umsýslu- og auglýsingakostnaður                                                                                                                   105.000
5.7 Óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. án
        grenndarkynningar
        Vinnsla breytingartillögu                                                                                                                                 skv. reikningi
        Umsýslu- og auglýsingakostnaður                                                                                                                    40.000
5.8 Grenndarkynning byggingar- eða framkvæmdaleyfis skv. 44. gr.
        Umsýslukostnaður ef sendar eru fleiri en 5 tilkynningar                                                                        40.000
5.9 Málsmeðferð stakra framkvæmda skv. |. tl. ákvæða til bráðabirgða
        Vinnsla breytingartillögu                                                                                                                                  skv. reikningi
        Umsýslukostnaður                                                                                                                                                      40.000
6. gr.
Önnur afgreiðslu- og þjónustugjold. 
Fyrir aðra þjónustu er innifalin er við útgáfu byggingarleyfis sbr. 2. gr. ber að greiða eftirtalin gjöld:
                                                                                                                                                                                                   kr.
6.1 Staðfestingargjald vegna lóðarúthlutunar                                                                                                95.000
6.2 Lóðarsamningur nýrrar lóðar                                                                                                                          50.000
6.3 Lóðarsamningur vegna eldri lóðar eða breytingar á samningi                                                       30.000
6.4 Hver endurskoðun á hönnunargögnum                                                                                                     20.000
6.5 Vottorð um byggingarstig og stöðuúttekt                                                                                                20.000
6.6 Úttekt vegna leiguhúsnæðis
      Tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa skv. reikningi þó að lágmarki 2 klst.
6.7 Astandsskoðun húss
      Tímagjald skipulags- og byggingarfullirúa skv. reikningi þó að lágmarki 2 klst.
6.8 Eignaskiptayfirlýsingar, hver umfjöllun pr. eignarhluta                                                                     10.000
6.9 Vottorð vegna rekstrarleyfa, án úttektar                                                                                                   10.000
6.10 Vottorð vegna rekstrarleyfa, með úttekt                                                                                                 30.000
6.11 Útsetningar og mælingar
         Tímagjald skipulags- og byggingar fulltrúa skv. reikningi þó að lágmarki 2 klst.
6.12 Útbúa lóðarblöð
         Tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa skv. reikningi þó að lágmarki 2 klst.
6.13 Stofnun lóða í Þjóðskrá Íslands skv. 48. gr. skipulagslaga                                                                18.000
6.14 Stofnun lóða í Þjóðskrá Íslands á grundvelli deiliskipulags                                                              12.000
6.15 Breyting á skráningu í Þjóðskrá Íslands                                                                                                       6.000
7. gr.
Gildissvið
Gjaldskráin gildir fyrir sveitarfélagið Mýrdalshrepp.
8. gr.
Gjaldtökuheimild og breytingar á fjárhæð gjalda.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
Gjaldskrá fyrir þjónustu, leyfisveitingar og afgreiðslu vegna skipulags- og byggingarmála í Mýrdalshreppi nr. 325/2019 fellur úr gildi við gildistöku þessarar gjaldskrár.
Gjaldskrá þessi sem tekur gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda var samþykkt í sveitarstjórn Mýrdalshrepps þann 20. ágúst 2020. 
Vík í Mýrdal, 21. ágúst 2020.
Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri.

 

Þjónustusvið

Gjaldskrá hunda- og kattahalds

Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds í Mýrdalhreppi 2024

Árgjald fyrir skráða hunda er kr. 9.030, sbr. 2. gr. samþykktar um hunda- og kattahald í Mýrdalshreppi.

Innifalið í árgjaldi er iðgjald ábyrgðartryggingar og hreinsunargjald sbr. liði c) og d) 2. gr. Samþykktar nr. 757/2008 um hunda- og kattahald í Mýrdalshreppi.

Kostnaður vegna handsömunar hunda sem teknir eru lausir skal greiddur af hlutaðeigandi leyfishafa eða umráðamanni hunds sé um leyfislausa hunda að ræða. Sá kostnaður greiðist með handsömunargjaldi sem er eftirfarandi.

Í fyrsta sinn                                      kr. 13.600.

Í annað sinn                                      kr. 19.260.

Í þriðja sinn og oftar                    kr. 28.330.

Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi hunds. Óskráða hunda má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu.

Árgjald fyrir skráða ketti er kr. 9.750, sbr. 6. gr. samþykktar um hunda- og kattahald í Mýrdalshreppi.

Innifalið í árgjaldi er iðgjald ábyrgðartryggingar og hreinsunargjald sbr. liði c) og d) 6. gr. Samþykktar nr. 757/2008 um hunda- og kattahald í Mýrdalshreppi.

Gjaldskráin tekur gildi frá og með 1. janúar 2024. Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps 19.10.2023. 

Einar Freyr Elínarson   sveitarstjóri

Gjaldskrá félagslegrar heimþjónustu

Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu Félgsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

1. gr.
Útreikningar á fjárhæðum gjaldskrár miðast við hlutfall kostnaðar, stærð húsnæðis og verkmagn skv. þjónustusamningi þjónustuþega vegna félagslegrar heimaþjónustu. Hvert skipti veittrar þjónustu er allt að 3 klst.
Gjaldflokkar eru 3 og eru eftirfarandi:
Gjaldflokkur 0. Kr. 0 /skipti.
Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir þjónustuþegar sem hafa eingöngu lágmarksframfærslu Tryggingastofnunar ríkisins eins og hún er ákvörðuð hverju sinni. Þeir sem telja sig vera undanþegna gjaldskyldu skv. þessari grein þurfa að skila inn upplýsingum um allar tekjur þ.m.t. fjármagnstekjur.
Gjaldflokkur I Kr. 1500 kr. skipti.
Húsnæði 150 fm. og minna. Þrif á gólfum og baðherbergjum og önnur verkefni skv. þjónustumati.
Gjaldflokkur II - Kr. 2500 kr. skipti.
Húsnæði stærra en 150 fm. Þrif á gólfum og baðherbergjum og önnur verkefni skv. þjónustumati.
Gjaldflokkar miðast við greiðslur elli- og örorkulífeyrisþega. Aðrir þjónustuþegar greiða 20% hærra gjald.
Hámarksgreiðslur þjónustuþega á mánuði eru samtals. kr. 24.000 kr. á mánuði.
2. gr.
Gjald vegna heimsendingar matar er tvískipt. Fyrir mat eru greiddar 550 kr. og fyrir akstur með mat heim 200 kr. skiptið
3. gr.
Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu er heimilt, í undantekningartilvikum, að ákvarða lækkun eða niðurfellingu gjalds. Skal þá tekið tillit til fjárhags- og/eða félagslegra aðstæðna. Sækja skal um slíka undanþágu skriflega til félagsmálastjóra eða deildarstjóra félagslegrar heimaþjónustu sem leggur málið fyrir félagsmálanefnd.
4. gr.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild lögum um félgsþjónustu sveitarfélga nr. 40/1991 og lögum um málefni aldraðra nr. 152/1999. 

Menningarmálasvið

Gjaldskrá Leikskála

Fundir og námskeið
Útskýring Verð Annað
Litli salur 10.000 kr.-  3 tímar eða minna
Stóri salur 17.500 kr.-  3 tímar eða minna
Veislur og einkasamkvæmi (erfidrykkjur, fermingar, o.fl.) 
Með aðgangi að eldhúsi  50.000 kr. Sjá reglur um frágang 
Brúðkaup og stærri veislur
Með aðgangi að eldhúsi Með aðgangi að eldhúsi Sjá reglur um frágang
Dansleikir
Dansleikur (án eldhúss) 130.000 + stefgjald - Sjá reglur um frágang og tryggingu
Dansleikur (með eldhúsi) 170.000 + stefgjald - Sjá reglur um frágang og tryggingu
Menningarviðburðir (leiksýningar, tónleikar o.fl - ekki aðgangur að eldhúsi)
Æfingar (hvert skipti) 2.000 kr.  
Leiksýningar og tónleikar 30.000 kr. + stefgjald
Markaðir og kynningar 30.000 kr.  
Reglubundið starf, hvert skipti  1.500 kr.  
Helgarleiga - aðgangur að eldhúsi innifalinn, ekki gisting
Föstud. - sunnud. 130.000 kr.-   
Sólarhringsleiga - aðgangur að eldhúsi innifalinn, ekki gisting
Alla daga  65.000 kr.-   
Útleiga á borðbúnaði
- Matardiskur 100 kr.-   
- Forréttadiskur  100 kr.-   
- Forréttadiskur  50 kr.-   
- Hnífur  50 kr.-   
- Gaffall   50 kr.-   
- Skeið   60 kr.-   
- Kaffibolli  60 kr.-   
- Undirskál  60 kr.-   
- Kökudiskur  40 kr.-  
- Teskeið  80 kr.-   
- Kampavínsglas 80 kr.-   
- Hvítvínsglas   80 kr.-   
- Rauðvínsglas   80 kr.-   
- Gosglas   80 kr.-   
Yfir 50 manna fullbúin veisla  20% afsláttur  
Yfir 100 manna fullbúin veisla  30% afsláttur   
Yfir 100 manna fullbúin veisla  30.000 kr.-