Aðalskipulag

Staðfesting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028.

Samkvæmt 5. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur ráðherra þann 5. mars 2013 staðfest aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028.
Með erindi frá Skipulagsstofnun dags. 16. júlí 2012 barst ráðherra tillaga að aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028.
Var í erindinu lagt til við ráðuneytið að það synjaði eða frestaði að hluta skipulagstillögunni staðfestingar, sbr. 4. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er tillagan að mati ráðuneytisins ekki haldin form- eða efnisgalla, sbr. 4. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Aðalskipulagið öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi aðalskipulag Mýrdalshrepps 2009-2025 frá 22. desember 2010.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 5. mars 2013.
Svandís Svavarsdóttir.
Íris Bjargmundsdóttir.
B-deild - Útgáfud.: 19. mars 2013

 

Á skipulaginu hafa verið gerðar breytingar sem má sjá undir hlekknum samþykktar breytingar á aðalskipulagi Mýrdalshrepps: