Tónskóli Mýrdalshrepps var stofnaður haustið 1981. Skólinn býður upp á nám í hljóðfæraleik og söng ásamt kennslu í öðrum tónlistargreinum sem gert er ráð fyrir í Aðalnámskrá Tónlistarskóla.
Í vetur eru sjötíu og sjö nemendur sem stunda hljóðfæra-og/eða söngtónlistarnám og sextíu og fimm nemendur eru í forskóla tónlistarnáms við Tónskóla Mýrdalhsrepps og barnakór. Kennt er í fjölbreyttum greinum á borð við: söng, píanó, trommur, gítar, úkulele, blokkflautu, klarinett, horn, kórnám, meðleik, tónfræði, tónsmíðar, Syngjandi Fjölskylda og hljóðfærasmiðju. Einnig er í boði nýjung, nýtt námskeið sem val á unglingastigi, svokallað Bílskúrsband.
Námskeið í boði:
Fornám í tónlist Syngjandi fjölskylda - fyrir börn frá 5 mánuði til 5 ára og þeirra fjölskyldumeðlima. Fyrir börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra býður Tóskólinn upp á tónlistarnám Syngjandi fjölskylda. Þar fá börn og foreldrar tækifæri til að upplifa tónlist saman í leik, söng og hreyfingu.
Grunnám fyrir börn á grunnskólaaldri
|
Tónlisarnám fyrir fullorðna
|
- Söngnám - Tónsmíði - Píanónam - Úkulele - Gítar - Trommur - Klarinett - Horn - Blokkflauta - Barnakór - Tónfræði -Bílskúrsband |
-Söngnám: grunnnám, miðnám, framhaldsnám -Meðleikur - Píanónám: grunnám, miðnám, framhaldsnám - Tónsmíði - Kórnám - Gítarnám: grunnám -Gítarhóp - Trommunám: grunnám - Tónfræði -Tónlistarmenning -Fullorðinsfræðsla |
Bílskúrsband á unglingastigi sem valgrein.
Sagan um flygill í tónskólanum https://www.vik.is/is/frettir/flyglinum-hefur-verid-komid-fyrir-i-tonskola-myrdalshrepps-sunnubraut-7
Tónskóli Mýrdalshrepps á Youtube. https://www.youtube.com/@TonskoliMyrdalshrepps