Tónskóli Mýrdalshrepps var stofnaður haustið 1981. Skólinn býður upp á nám í hljóðfæraleik ásamt kennslu í öðrum tónlistargreinum sem gert er ráð fyrir í Aðalnámskrám Tónlistarskóla.
Markmið tónskólans: hlutverk skólans er að annast tónlistarfræðslu og stuðla að eflingu tónmenntar í sveitarfélaginu. Einnig að vera sýnileg í samfélaginu með því að taka þátt á tónlistarviðburðum.
Kennsla og námsmat: námsmat fer fram allan veturinn og skráir hver kennari fyrir sig.
Starfsfólk: vorönn 2021 eru þrír kennarar við tónskólann, tveir af þeim í hluta starfi.
Kennslugreinar: á vorönn 2021 eru nemendur í skólanum um 28 talsins. Langflestir nemendur læra á píanó/hljómborð, gítar, trommur/tréspil, saxófón og bassa.
Samstarf við grunn- og leikskóla: tónskólinn starfar í miklum tengslum við starfsfólk grunnskóla og leikskóla. Sem dæmi má nefna árshátíð grunnskólans og sýninguna Konungur Ljónanna sem sló í gegn 24. mars 2021 og var frábært dæmi um gott samstarf milli skólanna.
Tónleikar: reglulega fara fram tónleikar á vegum tónskólins. Stærstutónleikarnir hvert ár eru jólatónleikar og vortónleikar.