Tónskóli Mýrdalshrepps

Tónskóli Mýrdalshrepps var stofnaður haustið 1981. Skólinn býður upp á nám í hljóðfæraleik og söng ásamt kennslu í öðrum tónlistargreinum sem gert er ráð fyrir í Aðalnámskrá Tónlistarskóla.

Í vetur eru sjötíu og sjö nemendur sem stunda hljóðfæra-og/eða söngtónlistarnám og sextíu og fimm nemendur eru í forskóla tónlistarnáms við Tónskóla Mýrdalhsrepps og barnakór. Kennt er í fjölbreyttum greinum á borð við: söng, píanó, trommur, gítar, úkulele, blokkflautu, klarinett, horn, kórnám, meðleik, tónfræði, tónsmíðar, Syngjandi Fjölskylda og hljóðfærasmiðju. Einnig er í boði nýjung, nýtt námskeið sem val á unglingastigi, svokallað Bílskúrsband.

Gildi tónskólans eru tónlist, gleði og samhljómur.
 

Námskeið í boði:

Fornám í tónlist Syngjandi fjölskylda - fyrir börn frá 5 mánuði til 5 ára og þeirra fjölskyldumeðlima. Fyrir börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra býður Tóskólinn upp á tónlistarnám Syngjandi fjölskylda. Þar fá börn og foreldrar tækifæri til að upplifa tónlist saman í leik, söng og hreyfingu.

Grunnám fyrir börn á grunnskólaaldri 
Tónlisarnám fyrir fullorðna

- Söngnám

- Tónsmíði

- Píanónam

- Úkulele

- Gítar

- Trommur

- Klarinett

- Horn

- Blokkflauta

- Barnakór

- Tónfræði

-Bílskúrsband

-Söngnám: grunnnám, miðnám, framhaldsnám

-Meðleikur

- Píanónám: grunnám, miðnám, framhaldsnám

- Tónsmíði

- Kórnám

- Gítarnám: grunnám

-Gítarhóp

- Trommunám: grunnám

- Tónfræði

-Tónlistarmenning

-Fullorðinsfræðsla

Í samstarfi við grunnskóla er í boði tónlistarnám:
  • Hljóðfærasmiðja ( hópkennsla ) fyrir 4.- 5.bekk 8 vikur í vetur og 8 vikur í vor.
  • Barnakór á þriðjudögum fyrir 1.-6.bekk.
  • Bílskúrsband á unglingastigi sem valgrein.

Markmið tónskóla: meginmarkmið skiptast í þrjá flokka: uppeldisleg markmið, leikni- og skilningsmarkmið og samfélagsleg markmið.
Uppeldisleg markmið stuðla að auknum tilfinningaþroska nemenda, listrænum þroska, motun viðhorfa, samvinnu og ögun.
Leikni- og skilmingsmarkmið stuðla einkum að aukinni farni og þekkingu nemenda.
Samfélagsleg markmið stuðla að þátttöku í fjölbreyttri mennta- og menningarstarfsemi.
(úr aðalnámskrá tónlistarskóla)
 
Tón-Klúbbur Tónskóla Mýrdalshrepps í samstarfi við frístundastarf og félagsheimili Leikskálar. Megin markmið Tón-Klúbbsins er að kynna tónlistarfólk frá Vík í Mýrdal og nágrennis fyrir tónlistarnemendur Tónskólans og sömuleiðis fyrir aðra, og vekja athygli ungs fólks á tónlistarlífi í sveitarfélaginu. Í hverjum mánuði kemur einn eða fleiri tónlistarmenn og taka nokkur lög á sín hljóðfæri og segja frá þeirra reynslu að vera tónlistarmaður og hvernig tónlistaráhugi kviknaði hjá þeim. Yngri kynslóðinni gefst tækifæri að spyrja forvitnilegra spurninga og hlusta á tónlistarfólkið deila sögum sínum og tónlist. Frábært tækifæri fyrir forvitna tónlistarkrakka og ungt fólk og alla sem hafa áhuga á tónlist. Hugmynd og stjórnandi: Alexandra Chernyshova
 
Velkomin í Tónskóla Mýrdalshrepps
Netfangið: tonskoli@vik.is
Heimasíða: https://www.vik.is/is/thjonusta/menntun/tonskoli
Heimilisfang: Sunnubraut 7, Vík 870
Skrifstofa tónskólans er opin frá 8:15 – 9:00 á fimmtudögum.
Sími á skrifstofu er 487-1485.
Alexandra Chernyshova – skólastjóri