Við hjá Sveitarfélaginu Mýrdalshreppi leggjum mikið upp úr góðri og persónulegri þjónustu við öll þau sem hér vilja búa. Með þessari móttökuáætlun viljum við leggja áherslu á að allir geta leitað til skrifstofu sveitarfélagsins eða Verkefnastjóra Inngildingar og íslensku eftir upplýsingum og við reynum eftir fremsta megni að aðstoða ykkur. Það er hægt að bóka viðtalastíma hjá Verkefnastjóra inngildingar og íslensku og fá þar ókeypis ráðgjöf. Við leggjum mikið upp úr samstarfi við fyrirtækin hér í sveitarfélaginu um að þau upplýsi sína starfsmenn um hvar má nálgast upplýsingar, fræðslu og ráðgjöf. Við hvetjum því fyrirtæki og starfsmenn til að setja sig í samband við Verkefnastjóra inngildingar og íslensku ef það er eitthvað sem er óljóst eða liggur þeim á hjarta. Með því að hafa móttökuáætlun sveitarfélagsins aðgengilega fyrir öll á netinu þá auðveldar það fólki að sækja sér upplýsingar og fræðslu.
Verkefnastjóri inngildingar og íslensku sér um að halda námskeið um inngildingu (e.Inclusion) og menningarnæmi (e.Cultural competence) fyrir fyrirtæki og stofnanir sveitarfélagsisn.
Miðað er við að allir starfsmenn sveitarfélagsins fái reglulega fræðslu um inngildingu, menningarnæmi og jafnréttismál.
Einnig er boðið upp á námskeið og fræðslu fyrir fyrirtæki ef þau óska eftir því. Gegn gjaldi sem sveitarfélagið setur upp og rukkar.
Inngilding, fræðsla og fagleg móttaka innflytjenda og flóttamanna á Íslandi skiptir sköpum til að gera innflytjendum kleift að vera virkir samfélagsþegnar á Íslandi þegar kemur að atvinnu, menntun og félagslegri þátttöku. Samhæfa þarf aðkomu stofnana og félagasamtaka að móttökunni. Þetta má gera með einföldu aðgengi að upplýsingum, meðal annars í gegnum vef síður, prentað efni, almennar leiðbein ingar, skýrar verklags reglur, tungu mála aðstoð og fleira. Mikilvægt er að sveitarfélög fylgist vel með vexti og breytingum á samsetningu fjölbreyttra íbúa sinna. Þannig tryggja þau áframhaldandi þróun á jafnrétti og jöfnum tækifærum allra íbúa til virkrar þátttöku.
Fjölmenningarlegt samfélag byggir á þeirri sýn að fjölbreytileiki og fólksflutningar sé auðlind sem öllum sé í hag að virkja.
Meginmarkmið móttökuáætlunarinnar er að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar auk félagslegrar, efnahagslegrar og menningar legrar velferðar nýbúa, óháð bakgrunni þeirra. Fjölmenningarlegt samfélag byggir á þeirri sýn að fjölbreytileiki og fólksflutningar sé auðlind sem öllum sé í hag að virkja. Til að byggja upp inngildandi samfélag þarf að aðlaga þjónustu og miðla upplýsingum frá öllum viðeigandi sviðum með það að markmiði að koma til móts við þarfir fjölbreytta samsetningu íbúa. Hér er móttaka íbúa af erlendum uppruna mikilvægt fyrsta skref til að mynda jákvæða tengingu sveitarfélags við þessa íbúa. Aðgangur að upplýsingum um réttindi, skyldur og tækifæri fyrir alla skal vera jafn. Árangri við inngildingu verður helst náð með virkri þátttöku allra helstu ábyrgðaraðila, stofnana, samtaka og atvinnulífs innan sveitarfélagsins.
Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki við móttöku nýrra íbúa með fjölbreyttan bakgrunn enda er það hagur þeirra að tryggja farsæla aðlögun íbúa. Hlutverk sveitarfélaga er helst tengt þjónustuveitingu, stefnumótun og þróun samfélags sem skilgreint er í ýmsum lögum og reglugerðum, til dæmis: Lög um félags þjónustu sveitarfélaga 40/1991, Lög um leikskóla 90/2008, Lög um grunnskóla 91/2008. Hlutverk sveitarfélaga hvað varðar aðlögun flóttafólks má finna í Leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um móttökuþjónustu og aðstoð við félagslega þátttöku flóttafólks Maí 2014. Ábyrgð sveitarfélaga tengt móttöku og upplýsingamiðlun til nýrra íbúa snýr meðal annars að því að kortleggja aðkomu mismunandi stofnana og skilgreina réttindi íbúa til þjónustu. Sem dæmi má nefna að:
Móttökuáætlanir grunnskóla – Miðja máls og læsis
Móttökuáætlun í grunnskóla og leikskóla.
Samstarf við Grunn- og leikskóla. Þar sem farið er yfir verklag og ferla. Aðstoð við gerð móttökuáætlunar, inngildingar og sem og fræðsla.
Móttökuáætlun skal miða að því að auðvelda aðgengi að upplýsingum og þjónustu fyrstu vikur og mánuði sem einstaklingar og fjölskyldur búa á Íslandi.