Sveitarstjóri

Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins,  fylgir ákvörðunum sveitarstjórnar og fer ásamt sveitarstjórn með framkvæmda- og fjámálastjórn sveitarfélagsins. Sveitarstjóri er yfirmaður starfsmanna sveitarfélagsins og æðsti embættismaður.

Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps, hún er með BS próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og APME  (International Project Management Association)  verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Þorbjörg er gift Gísla Wiium  varðstjóra hjá embætti Sýslumannsins á Suðurlandi, þau eiga þrjú uppkomin börn.

Hægt era ð bóka viðtal við sveitarstjóra í síma 487-1210, eða senda erindi á sveitarstjori@vik.is.