Fjölmenningaverkefni

Íbúasamsetning Mýrdalshrepps hefur breyst umtalsvert á síðustu árum og er hreppurinn gríðarlega stoltur af því fjölbreytta og fjölmenningarlega mannauði sem hann býr yfir. Vorið 2023 voru rúm 52% íbúa sveitarfélagsins af erlendu bergi brotnir ráku uppruna sinn til 32 mismunandi landa.

Vegna þessarar fjölbreyttu íbúasamsetningar hefur Mýrdalshreppur lagt aukna áherslu á málefni innflytjenda og gefið nýbúum aukin tækifæri til verða virkir þátttakendur í samfélaginu, en til dæmis má nefna stofnun enskumælandi ráðs haustið 2022 (sjá meira hér) og undirsíðuna ,,Welcome to Mýrdalshreppur” (sjá hér). Þá hefur sveitarfélagið einn þátttakanda í samstarfsverkefni SASS um sjálfbæra lýðfræðilega þróun á miðsvæði Suðurlands ásamt sveitarfélögunum Rangárþingi eystra, Skaftárhreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði (Lesa meira um verkefnið hér).