Lækkun á hámarkshraða í Þéttbýlinu í Vík.

Á fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps þann 16. september sl. samþykkti sveitarstjórn að lækka hámarkshraða í þéttbýlinu í Vík úr 50 km í 30 km., að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Suðurlandi. Einnig var ákveðið að óska eftir ábendingum frá Íbúum varðandi þessa framkvæmd. Þetta er gert til að draga úr hættu á slysum á gangandi vegfarendum, reiðhjólafólki og öðrum sem kann að stafa hætta af umferð véknúinna ökutækja. Í þessu fellst ekki lækkun á hámarkshraða um Austurveg, það er á höndum Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn ósk eftir því að íbúar sem vilja gera athugasemd og/eða koma með gagnlegar ábendingar fyrir framkvæmd þessa sendi tölvupóst á skrifstofa@vik.is fyrir 15. október nk.