Sundlaugin í Vík í Mýrdal er staðsett á Mánabraut 3, 870 Vík í Mýrdal
Sundlaugin er með útilaug. Einn aðallaug sem er 16,7 m og er hitastigið hennar 28-29 gráður. Ein barnalaug er til staðar sem er 37-38 gráður, heitur pottur sem er 40-42 gráður og kaldur pottur. Sauna er einnig á staðnum.
Opnunartími sundlaugar eru:
Gestir eru góðfúslega beðnir um að fara uppúr sundlauginni 15 mínútum fyrir lokun.
Börn og eldri borgarar með lögheimili í Mýrdalshrepp fá þjónustukort sem jafngildir frítt í sund og líkamsrækt. Hægt er að nálgast kortið í afgreiðslu sundlaugar.