Eldri borgarar

SAMHERJAR - Félag eldri borgara í Mýrdal

Í Mýrdalshreppi er mjög öflugt félagsstarf í félagi eldri borgara, sem heitir SAMHERJAR - félag eldri borgara í Mýrdal. Félagið var stofnað 29. október 1995.

Félags- og skemmtifundir eru haldnir á Hótel Kötlu fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á tímabilinu  október til maí ár hvert,  fundur mars mánaðar er aðalfundur. Í desember er jólafundur með góðri dagskrá og jólamat og er þá gestum boðið að taka þátt. 

Þegar dagskrá félagsfunda  er lokið er kaffihlé og svo tekur skemmtinefnd til starfa með fjölbreytta dagskrá, má nefna t.d. upplestur, söng,  myndasýningar, bingó og spurningarkeppni. 

Fjölbreytt starfsemi og opið hús er í félagsheimilinu Leikskálum kl. 13:00-15:00 mánadaga og miðvikudaga með kaffispjalli. Þar er  t.d. boðið uppá létta leikfimi og spilað boccia, oft er tekið í spil og handavinnu einnig er farið í skipulagðar gönguferðir þegar vel viðrar. 

Tvisvar í viku fyrir hádegi hafa félagar haft einka aðgang að sundlauginni og heitum potti og sánu og einnig tækja- og íþróttasal. 

Einu sinni á sumri er heimilisfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hjallartúns boðið í lautarferð með nesti og smá dagskrá á fallega staði í nágrenninu. 

Kór eldri borgara í Mýrdal Syngjandi er undir stjórn Önnu Björnsdóttir og starfar yfir vetrarmánuðina. Kórinn er opin öllum 60 ára og eldri. 

Árlega er farið í skemmtiferð, annað hvert ár er farið í dagsferð og hitt árið í lengri ferð. 

Félagar vorið 2021 eru 42. 

Stjórnina skipa: 

  • Formaður: Margrét Guðmundsdóttir
  • Ritari: Ólafur Helgi Þorsteinsson
  • Gjaldkeri: Kolbrún Matthíasdóttir 
  • Varamenn:  Birgir Hinriksson og Guðný Guðnadóttir

Vetrarstarf Samherja 2023-2024

Myndir: Þ. N. Kjartansson