Félagsheimilið Leikskálar

Félagsheimilið Leikskálar er samkomu og menningarhús í Vík og er staðsett að Víkurbarut 8. Húsið var byggð árið 1910, fyrsta skólahúsnæðið í Vík - steinhús fyrir 25-30 börn. Það reyndist fjótt af lítið og 1924 var viðbótarbygging fullgerð. Skólahúsið skemmdist mikið í bruna 1957 og varð það til þess að byggð var ný viðbygging sem var tilbúin 1960. Árið 1966 var enn byggt við húsið og það gert að samkomuhúsi. Það var svo  3. júní 1967 sem það var vígt sem félagsheimili í Vík í Mýrdal og fékk nafnið Leikskálar

Leikskálar gegnir margvíslegu hlutverki í Vík í Mýrdal. Þar fer fram félagsstarfsemi unglinga - Félagsmiðstöð Oz sem býður upp á fjölbreytta dagskrá, auk þess sem eldri borgarar og kvenfélagið hafa þar aðstöðu. 

Byggingin skapar fallega umgjörð um hvers kyns uppákomur og viðburði. Þar er stór salur fullbúinn tækjum, ljósabúnaði og með rúmgóðu sviði. Salurinn tekur 200 manns í bíóuppröðun en með borðum fyrir 120-150 manns. Hægt er að stækka rýmið inní auka sali, þá tekur húsið með borðum um ca. 200 manns. Til hliðar við salinn er fullbúið veislueldhús fyrir hendi. Til hliðar eru einnig búnings- og snýrtiherbergi. Í kjallara eru kyndiklefi og geymsla. 

Umsjónamaður: Espen Arild Bergheim

Hér má sjá: Gjaldskrá Leikskála og reglur 

Hægt er að panta húsið og fá frekari upplýsingar: 

Sími:788-3788
Netfang: leikskalar@vik.is