Fréttir

Breyting á opnunartíma sundlaugar í Vík á tímabilinu 7. til 18. júní.

Á mánudögum til föstudaga opnar sundlaugin klukkan 13:00 í stað 11:00 vegna sundnámskeiðs barna.

Skólaslit Víkurskóla

Víkurskóla var slitið við hátíðalega athöfn föstudaginn 28. maí s.l. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk.

Tónskóli Mýrdalshrepps óskar eftir fjölhæfum tónlistarkennara í 50% starf.

Starfið felst m.a. í kennslu á gítar, rafmagnsgítar, rafbassa og trommusett auk annarrar kennslu í samræmi við menntun, áhuga og reynslu kennarans. Reynsla af kennslu á blásturshljóðfæri æskileg.