Sveitarstjórn

680. fundur 19. júní 2025 kl. 09:00 - 11:15 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
  • Þorgerður H. Gísladóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Drífa Bjarnadóttir
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 28

2506003F

  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 28 Ráðið þakkar skólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra fyrir yfirferðina. Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að bruna- og rýmingaráætlun, áfalla- og slysaáætlun og skipulagi eldhúss.
    Ráðið þakkar stjórnendum og starfsfólki skólans fyrir vel unnin störf á yfirstandandi skólaári.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 28 Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa í samráði við sveitarstjóra að funda með aðstandendum Mýrdalshlaupsins til að ræða forsendur áframhaldandi styrkveitingar sveitarfélagsins.
    Ráðið leggur jafnframt til við sveitarstjórn að áætlað verði fjármagn í gerð leiksvæðis við enda Strandvegar og gerð útivistarsvæðis á Guðlaugsbletti. Eins leggur ráðið til að íþrótta- og tómstundafulltrúi í samstarfi við skipulagsfulltrúa útbúi gönguleiðakort sem að verði haft til hliðsjónar við framkvæmdaáætlun 2026 m.t.t. gangstétta og göngustígagerðar í samræmi við tillögu enskumælandi ráðs.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

2.Skipulags- og umhverfisráð - 32

2506002F

  • Skipulags- og umhverfisráð - 32 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að húseigandi færi, á eigin kostnað, ljósastaur að eystri lóðarmörkum Víkurbrautar 14 í samráði við skipulagsfulltrúa. Til þess að gæta að heildarmynd gangstéttar við Víkurbraut þá þyrfti einnig að gera ráð fyrir innkeyrslu sem tæki mið af hönnun annars staðar. Ráðið fellst ekki á að aspir við Bakkaskarð verði felldar en felur skipulagsfulltrúa að fá garðyrkjufræðing til að skoða grisjun á þeim vorið 2026. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 32 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að aðalskipulagsbreytingin verði unnið fyrir svæðið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 32 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að aðalskipulagsbreytingin verði unnin fyrir svæðið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 2.4 2409007 DSK Kaldrananes
    Skipulags- og umhverfisráð - 32 Til að gæta að útsýni frá þjóðvegi 1 þá mælist ráðið til þess að mænishæð byggingarreita fari ekki upp fyrir núverandi mænishæð á byggingarreit B1. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að öðru leyti deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 2.5 2505002 DSK Kerlingardalur
    Skipulags- og umhverfisráð - 32 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 2.6 2505002 DSK Kerlingardalur
    Skipulags- og umhverfisráð - 32 Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 2.7 2506004 DSK Giljur
    Skipulags- og umhverfisráð - 32 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 2.8 2506004 DSK Giljur
    Skipulags- og umhverfisráð - 32 Ráðið telur að skipulagstillagan kalli á breytingu á aðalskipulagi, t.d. vegna fjölda heimilaðra gistirúma, og heimilar fyrir sitt leyti að aðalskipulagsbreyting verði unnin. Laga þarf misræmi í greinargerð t.a.m. vegna fjölda lóða og heimilaðs byggingarmagns. Skipulags-og umhverfisráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar brugðist hefur verið við athugasemdum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 32 Ráðið fellst ekki á útgáfu leyfis skv. umsókninni og telur að umfang fyrirhugaðrar starfsemi sé langt umfram það sem gæti talist eðlilegt fyrir prufusendingar. Ráðið fellst á að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir 5.000 m3 til eins árs. Ráðið mælist til þess að lagersvæði verði innan skilgreinds námusvæðis við Hafursey. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins en frestar útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir prufusendingar.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 32 Ráðið samþykkir stofnun lóða skv. merkjalýsingunni með fyrirvara um að aflað verði samþykki eigenda og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 32 Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða aðaluppdrætti.

3.Erindi frá VÍN

2506003

Lagt fram erindi frá Vinum Íslenskrar náttúru.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið.

4.Smiðjuvegur 18B - umsókn um lóð

2505005

Lögð fram umsókn frá Crepis ehf.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina að því gefnu að umsækjandi fái ekki úthlutaðan fyrsta valkost að lóð.

5.Smiðjuvegur 18A - umsókn um lóð

2505004

Lagðar fram umsóknir sem bárust.
BÞÓ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Lagðar fram umsóknir frá Crepis ehf. og Birni Þór Ólafssyni. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Birni Þór Ólafssyni lóðinni Smiðjuveg 18A, enda kemur umsókn Crepis ehf. ekki til skoðunar þar sem þegar hefur verið samþykkt önnur úthlutun til þess aðila.

6.Smiðjuvegur 20A - umsókn um lóð

2501017

Lagðar fram umsóknir sem bárust, frá Crepis ehf. og Grænuhlíð Byggingarfélagi ehf.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að stýra útdrætti um lóðina og samþykkir að henni verði úthlutað til þess sem verður hlutskarpari.

7.Smiðjuvegur 20B - umsókn um lóð

2505007

Lögð fram umsókn frá Crepis ehf.

Umsóknin er ekki tekin fyrir þar sem þegar hefur verið samþykkt úthlutun á 2. valkosti umsækjanda.

8.Samstarfssamningur við Samherja, félag eldri borgara

2408022

Lögð fram drög að samstarfssamningi við félag eldri borgara.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða drögin og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun.

9.Raforkumál í Mýrdalshreppi

2506010

Umræður um raforkumál í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn harmar ítrekuð svifasein viðbrögð við rafmagnstruflunum í sveitarfélaginu. Langan tíma tekur að koma varaafli á og opna á tengingu á Klausturlínu í rafmagnsleysi.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra áskorun í nafni sveitarstjórnar um að ríkisstjórnin hlutist til um að rofin verði áralöng kyrrstaða og stefnuleysi í raforkumálum sveitarfélagsins.

10.Skammidalur 3 - umsagnarbeiðni v. gistileyfi

2505018

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Skammadal 3, F2531858.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis í samræmi við umsögn Skipulagsfulltrúa.

11.Sunnubraut 15 - spennistöð og hleðslustöðvar

2504020

Tekin fyrir umsókn um byggingarheimild að Sunnubraut 15 að undangenginni grenndarkynningu. Málið var kynnt næstu nágrönnum og bárust engan athugasemdir þar til fresturinn rann út.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að gefið verði út byggingarleyfi að fenginni umsögn frá RARIK.

12.Úthlutun leyfa til jöklaferða

2506013

Umfjöllun um úthlutun leyfa til jöklaferða í Mýrdalsjökli.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýst verði eftir umsóknum um rekstur ferðaþjónustu á Sólheimajökli og í Kötlujökli og felur sveitarstjóra að ganga frá auglýsingu í samráði við Forsætisráðuneytið. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að gerður verði samstarfssamningur við Kötlu UNESCO Global Geopark um að jarðvangurinn sinni landvörslu og eftirliti í umboði sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra viðræður við stjórn jarðvangsins.

13.Fjárhagsáætlun 2025

2412001

Lagður fram viðauki II við fjárhagsáætlun 2025.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann.

15.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundi slitið - kl. 11:15.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir