Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

28. fundur 12. júní 2025 kl. 09:00 - 11:45 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
  • Magnús Ragnarsson Nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
  • Kristína Hajniková Nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
  • Jóhann Fannar Guðjónsson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Erla Jóhannsdóttir
  • Sunna Wiium Gísladóttir
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Erla Jóhannsdóttir og Katrín Hólm Árnadóttir aðstoðarleikskólastjóri mættu á fundinn og fóru yfir skólastarfið og þau gögn sem lögð voru fram.
Ráðið þakkar skólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra fyrir yfirferðina. Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að bruna- og rýmingaráætlun, áfalla- og slysaáætlun og skipulagi eldhúss.
Ráðið þakkar stjórnendum og starfsfólki skólans fyrir vel unnin störf á yfirstandandi skólaári.

2.Skýrsla íþrótta- og tómstundafulltrúa

2409006

Sunna Wiium íþrótta- og tómstundafulltrúi kom á fundinn og fór yfir kostnaðaruppgjör Mýrdalshlaupsins 2025 og ræddi tillögur um leik- og útivistarsvæði í Vík.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa í samráði við sveitarstjóra að funda með aðstandendum Mýrdalshlaupsins til að ræða forsendur áframhaldandi styrkveitingar sveitarfélagsins.
Ráðið leggur jafnframt til við sveitarstjórn að áætlað verði fjármagn í gerð leiksvæðis við enda Strandvegar og gerð útivistarsvæðis á Guðlaugsbletti. Eins leggur ráðið til að íþrótta- og tómstundafulltrúi í samstarfi við skipulagsfulltrúa útbúi gönguleiðakort sem að verði haft til hliðsjónar við framkvæmdaáætlun 2026 m.t.t. gangstétta og göngustígagerðar í samræmi við tillögu enskumælandi ráðs.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir