Skipulags- og umhverfisráð

32. fundur 13. júní 2025 kl. 09:00 - 11:00 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Salóme Svandís Þórhildardóttir
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Erindi vegna færslu á ljósastaur og grisjun

2505001

Lögð fram erindi þar sem óskað er eftir færslu á ljósastaur og grisjun á öspum við Bakkaskarð.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að húseigandi færi, á eigin kostnað, ljósastaur að eystri lóðarmörkum Víkurbrautar 14 í samráði við skipulagsfulltrúa. Til þess að gæta að heildarmynd gangstéttar við Víkurbraut þá þyrfti einnig að gera ráð fyrir innkeyrslu sem tæki mið af hönnun annars staðar. Ráðið fellst ekki á að aspir við Bakkaskarð verði felldar en felur skipulagsfulltrúa að fá garðyrkjufræðing til að skoða grisjun á þeim vorið 2026.

2.ASK BR - Ytri-Sólheimar 1a

2506006

Jón Gunnar Eysteinsson f.h. Ferðaskrifstofu Icelandia ehf. óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps í samræmi við meðfylgjandi umsókn.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að aðalskipulagsbreytingin verði unnið fyrir svæðið.

3.ASK BR - AT1 - Smiðjuvegur 9

2506002

Vatnabrandur ehf. óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps þannig að lóðin Smiðjuvegur 9 (AT1) verði hluti af verslunar- og þjónustusvæði VÞ11.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að aðalskipulagsbreytingin verði unnin fyrir svæðið.

4.DSK Kaldrananes

2409007

Lögð er fram til samþykktar tillaga að deiliskipulagi fyrir Kaldrananes.

Deiliskipulagið nær yfir 2,3 ha jarðarinnar Kaldrananes L163046 í Mýrsdalshreppi auk sumarbústaðarlands L163159. Innan skipulags svæðisins eru skilgreind byggingarheimildir sem gera grein fyrir stækkunar núverandi íbúðarhúss, heimild fyrir byggingu íbúðar- og frístundahúsa, landbúnaðarbyggingu/skemmu auk þess sem heimild verður fyrir uppbyggingu íbúðarhúss innan lóðar 163159.

Skipulagið var auglýst frá 28. apríl til og með 9. júní 2025 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands(HSL) og Vegagerðinni.
Til að gæta að útsýni frá þjóðvegi 1 þá mælist ráðið til þess að mænishæð byggingarreita fari ekki upp fyrir núverandi mænishæð á byggingarreit B1. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að öðru leyti deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.

5.DSK Kerlingardalur

2505002

Oddur Hermannsson f.h. Karli Pálmasyni sækir um leyfi til vinna nýtt deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði við Kerlingardal VÞ41.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.

6.DSK Kerlingardalur

2505002

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Kerlingardalur VÞ41.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.DSK Giljur

2506004

Ólafur Gunnarsson og Birna Pétursdóttir sækja um leyfi til vinna nýtt deiliskipulag fyrir bæjarstæði Giljum í Mýrdal.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.

8.DSK Giljur

2506004

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Giljur.
Ráðið telur að skipulagstillagan kalli á breytingu á aðalskipulagi, t.d. vegna fjölda heimilaðra gistirúma, og heimilar fyrir sitt leyti að aðalskipulagsbreyting verði unnin. Laga þarf misræmi í greinargerð t.a.m. vegna fjölda lóða og heimilaðs byggingarmagns. Skipulags-og umhverfisráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar brugðist hefur verið við athugasemdum.

9.Efnistaka á efnistökusvæði Austan við Hafursey (E21) - framkvæmdaleyfi

2506007

Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á vikri úr efnistökusvæði Austan við Hafursey (E21).
Ráðið fellst ekki á útgáfu leyfis skv. umsókninni og telur að umfang fyrirhugaðrar starfsemi sé langt umfram það sem gæti talist eðlilegt fyrir prufusendingar. Ráðið fellst á að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir 5.000 m3 til eins árs. Ráðið mælist til þess að lagersvæði verði innan skilgreinds námusvæðis við Hafursey.

10.Ás, Brekkur, Steig - merkjalýsing

2506005

Vigfús Þór Hróbjartsson óskar eftir stofnun lóða í samræmi við framlögð gögn.
Ráðið samþykkir stofnun lóða skv. merkjalýsingunni með fyrirvara um að aflað verði samþykki eigenda og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.

11.Sléttuvegur 5A - umsókn um lóð

2412003

Í samræmi við skilmála deiliskipulagsins eru aðaluppdrættir fyrir fjölbýlishúsið að Sléttuvegi 5A lagðir fram til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir