Sveitarstjórn

656. fundur 16. nóvember 2023 kl. 09:00 - 12:30 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Óskað var eftir því að mál 2311019 - Beiðni um endurnýjun samstarfssamnings yrði bætt við dagskrá fundarins.
Samþykkt samhljóða.

1.Skipulags- og umhverfisráð - 15

2311001F

  • Skipulags- og umhverfisráð - 15 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að skipulagsbreytingar verði unnið fyrir svæðið með fyrirvara um samþykki landeigenda.
    Skipulags- og umhverfisráð mælir með að fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi krefjist óverulegra breytinga á aðalskipulagi sem unnið verði af sveitarfélaginu.
    Bókun fundar PT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 15 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að skipulagsbreytingar verði unnar fyrir svæðið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 1.3 2109002 DSK - Vellir
    Skipulags- og umhverfisráð - 15 Ráðið leggur til við sveitarstjórn að farið verði í hugmyndasamkeppni um skipulag fyrir ÍB8, ÍB9, VÞ8 og VÞ9. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins og felur sveitarstjóra að ganga frá samning við arkitektafélagið.
    AHÓ sat hjá við afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 15 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að ráðist verði í færslu á Víkuránni í samræmi við tillöguna svo að hægt sé að vinna úrbætur á fráveitu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 15 DB vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Ráðið mælist til þess að hönnun glugga og hurða taki mið af hönnun Halldórsbúðar og að settir verði gluggar á neðri hæð vesturhliðar. Eins skal húsið bárujárns- eða viðarklætt að utan í gömlum stíl. Málinu frestað þar til fullnægjandi gögn hafa borist, s.s. sneiðmynd, grunnmynd og hæðarkótar.
    Bókun fundar DB vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 15 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að stofnuð verði lóð í samræmi við framlögð gögn. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 15 Ráðið leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilyrðum að svæðið verði snyrtilega girt með að lágmarki 2 metra hárri girðingu og að svæðið utan Smiðjuvegar 14 verði hreinsað. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins og samþykkir úthlutun á grundvelli 9. gr. reglna um úthlutun lóða í Mýrdalshreppi og að lóðarleigusamningurinn verði til 10 ára.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 15 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni að því gefnu að frágangi á Smiðjuvegi 18 sé lokið. Bókun fundar Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi til árs. Í samræmi við bókun vegna úthlutunar á Smiðjuvegi 14 mælist sveitarstjórn til þess að gengið verði frá frágangi utan Smiðjuvegar 14 svo fljótt sem auðið er.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 15 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

2.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 13

2310008F

3.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 13

2311002F

  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 13
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 13 Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 13 Sveitarstjóra er falið að ganga frá verkáætlun vegna snjómoksturs við gönguleiðir barna í skóla í samræmi við umræður fundarins í samráði við verkstjóra áhaldahúss og skólastjóra. Verkstjóra áhaldahúss er falið að vinna að því að gangstéttakantar við gangbrautir séu teknir niður og lagaðir og að settar verði upp slár við gangbrautir yfir þjóðveginn. Sveitarstjóra og verkstjóra áhaldahúss er falið að kortleggja vandlega málun gangstétta fyrir næsta ár þegar málunarteymi kemur til Víkur.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 13 Ráðið þakkar félaginu fyrir erindið. Ráðið felur verkstjóra áhaldahúss að setja upp skilti sem afmarkar bílastæði starfsfólks og almenningsbílastæði við Víkurskóla. Skoðað verði í framhaldinu hvort að rétt sé að loka alfarið bílastæðum sem eru næst leiksvæði skólans. Erindi foreldrafélagsins verði aftur tekið til umræðu með skólastjóra á næsta fundi ráðsins.
    Ráðið tekur undir áherslur foreldrafélagsins hvað varðar næringu og heilsueflingu fyrir skólann og mælist til þess að unnið sé í samræmi við þær við matseld á Hjallatúni.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 13 Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti breytta opnunartíma sem miða að því að hagræða í starfsmannahaldi en bæta aðgengi að líkamsræktaraðstöðu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
    AHÓ óskar bókað: Ég óska eftir því að leitað verði leiða til þess að bjóða upp á morgunopnun í sundlaug
  • 3.6 2310015 Gjaldskrár 2024
    Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 13 Ráðið leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð verði endurskoðuð og geri ráð fyrir að eldri borgarar og börn búsett í sveitarfélaginu fái þjónustukort frá sveitarfélaginu í sund. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins

4.Styrkbeiðni frá Sigurhæðum

2210018

Lögð fram styrkbeiðni frá Soroptimistaklúbb Suðurlands
Sveitarstjórn staðfestir umsóknina

5.Prestshús 2 - Umsagnarbeiðni

2311014

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna umsóknar um breytingu á gildandi rekstrarleyfi að Prestshúsum 2
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

6.Beiðni um endurnýjun samstarfssamnings

2311019

Kynning frá Ragnhildi Sveinbjarnardóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðurlands og lögð fram beiðni um endurnýjun samstarfssamnings.
Sveitarstjórn þakkar Ragnhildi fyrir kynninguna.
Sveitarstjórn samþykkir endurnýjun samstarfssamninginn.

7.Íbúafundur

2305012

Umræða um boðun íbúafundar
Sveitarstjórn samþykkir að boðað verði til íbúafundar þriðjudaginn 28. nóvember nk. kl. 20:00.

8.Niðurfærsla viðskiptakrafna

2311001

Sveitarstjórn samþykkir niðurfærslu viðskiptakrafnanna.

9.Gjaldskrár 2024

2310015

Tekin fyrir drög að gjaldskrám vegna sorphirðu og gámasvæðis
Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrár fyrir sorphirðu og gámasvæði með föstu komugjaldi að upphæð 1.000 kr. Sveitarstjórn leggur til að þeir sem greiða sorphirðugjöld fái rafrænt klippikort fyrir losun á gámasvæði sem nemur 4 rúmmetrum á ári og þurfi ekki að greiða komugjald þegar klippt er.

10.Fjárhagsáætlun 2023

2210014

Teknir fyrir viðaukar II og III við fjárhagsáætlun Mýrdalshrepps 2023
Sveitarstjórn samþykkir viðauka II og III við fjárhagsáætlun 2023.

11.Fundargerð 76. fundar FSRV og fjárhagsáætlun 2024

2311018

Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlunina og áætluð framlög ársins 2024.

12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

13.Fundargerð stjórnar Skógasafns og fjárhagsáætlun 2024

2311017

Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun ársins 2024.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir