Skipulags- og umhverfisráð

15. fundur 10. nóvember 2023 kl. 09:00 - 11:23 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
 • Gunnar Sveinn Gíslason Nefndarmaður
  Aðalmaður: Magnús Örn Sigurjónsson
 • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Nefndarmaður
 • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
 • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
 • Pálmi Kristjánsson Nefndarmaður
  Aðalmaður: Steinþór Vigfússon
 • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hjörleifshöfði - DSK

2311007

Victor Berg Guðmundsson f.h. Viking Park Iceland ehf. sækir um leyfi til að breyta deiliskipulagi við Hjörleifshöfða.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að skipulagsbreytingar verði unnið fyrir svæðið með fyrirvara um samþykki landeigenda.
Skipulags- og umhverfisráð mælir með að fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi krefjist óverulegra breytinga á aðalskipulagi sem unnið verði af sveitarfélaginu.

2.Þórisholt - DSK BR

2311008

Guðni Einarsson f.h. Þórisholt ehf. sækir um leyfi til að breyta deiliskipulagi Þórisholti.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að skipulagsbreytingar verði unnar fyrir svæðið.

3.DSK - Vellir

2109002

Kynning á hugmyndasamkeppni frá Arkitektafélagi Íslands.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að farið verði í hugmyndasamkeppni um skipulag fyrir ÍB8, ÍB9, VÞ8 og VÞ9.

4.Aðgerðir við Víkurá

2311006

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að breytingum við Víkurá.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að ráðist verði í færslu á Víkuránni í samræmi við tillöguna svo að hægt sé að vinna úrbætur á fráveitu.
Fylgiskjöl:

5.Sunnubraut 18 - Umsókn um byggingarleyfi

2308023

Drífa Bjarnadóttir f.h. Lindarfiskur ehf. sækir um leyfi til stækkunnar og breytingar á notkun fiskvinnsluhúss (mhl.02) við Sunnubraut 18, í samræmi við framlögð gögn.
DB vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Ráðið mælist til þess að hönnun glugga og hurða taki mið af hönnun Halldórsbúðar og að settir verði gluggar á neðri hæð vesturhliðar. Eins skal húsið bárujárns- eða viðarklætt að utan í gömlum stíl. Málinu frestað þar til fullnægjandi gögn hafa borist, s.s. sneiðmynd, grunnmynd og hæðarkótar.

6.Pétursey 2A - umsókn um stofnun lóða

2311011

Bergur Elíasson óskar eftir að stofna íbúðarlóð undir einbýlishús við Pétursey 2, í samræmi við framlögð gögn.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að stofnuð verði lóð í samræmi við framlögð gögn.

7.Smiðjuvegur 18 - umsókn um lóðaskipti

2311012

Ársæll Guðlaugsson f.h. Framrás ehf. óskar eftir lóðaskiptum milli Smiðjuvegi 18 og Smiðjuvegi 14.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilyrðum að svæðið verði snyrtilega girt með að lágmarki 2 metra hárri girðingu og að svæðið utan Smiðjuvegar 14 verði hreinsað.

8.Smiðjuvegur 14 - umsókn um stöðuleyfi

2311013

Ársæll Guðlaugsson f.h. Framrás ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir við Smiðjuvegi 14.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni að því gefnu að frágangi á Smiðjuvegi 18 sé lokið.

9.Króktún 9 - umsókn um stöðuleyfi

2311010

Þórey Richardt Úlfarsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Króktún 9.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni.

Fundi slitið - kl. 11:23.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir