Áætlun um fundi sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps heldur reglulega fundi sveitarstjórnar í þriðju viku hvers
mánaðar í Kötlusetri, Víkurbraut 28 í Vík. Fundir sveitarstjórnar eru opnir. 

Sveitarstjórn ákveður í  upphafi  hvers kjörtímabils fundarstað og fundartíma reglulegra
funda.

Aukafundi skal halda þegar oddviti eða sveitarstjóri telur það nauðsynlegt eða ef þriðjungur
sveitarstjórnarfulltrúa óskar þess.


Sveitarstjórn Mýrdalshrepps er heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, enda sé tillaga um slíkt
samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan.


Sveitarstjórn Mýrdalshrepps er heimilt að fella niður reglulega fundi sveitarstjórnar vegna sumarleyfis.