Lýðræðisþátttökuverkefni

Upplýsingar um lýðræðisþátttökuverkefnið MITT ATKVÆÐI – MÍN RÖDD
Vinnustofurnar laugardaginn 31. janúar og sunnudaginn 1. febrúar 2026.
Hádegisverður í boði. Börn velkomin.
Athugið: Þú getur þátt í annarri vinnustofunni eða báðum. Skráning hér:

 

 

Skráning í vinnustofur

 

Ertu einstaklingur af erlendum uppruna búsettur hér í sveitarfélaginu í Mýrdalshreppi, Vík?
Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í vor og ef þú hefur verið búsett/búsettur á Íslandi í þrjú ár samfleytt þá hefur þú rétt til að kjósa.
Vissir þú það? Hefur þú áhuga á að fá fræðslu um réttindi þín, hlutverk sveitarstjórna, sveitarstjórnarkosningarnar og hvernig þú getur haft áhrif og tekið þátt í lýðræðinu? Hefur þú áhuga á að hitta aðra innflytjendur til að ræða málin og deila eigin reynslu?
Ef þú hefur áhuga bjóðum við þér að skrá þig hér að neðan til að taka þátt í vinnustofum sem við munum halda laugardaginn 31. janúar og sunnudaginn 1. febrúar 2026 og hvernig þú getur tekið þátt. Vinnustofurnar eru öllum að kostnaðarlausu og hádegisverður í boði.
Verkefnið er stutt af félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og innleitt í samstarfi við sveitarfélagið okkar.
Það kostar ekkert að kynna sér málin og taka þátt!
Hlökkum til að fá skráningu frá þér og hafa svo samband við þig!