Skipulags- og umhverfisráð

37. fundur 05. desember 2025 kl. 09:00 - 10:08 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Gunnar Sveinn Gíslason Nefndarmaður
    Aðalmaður: Þuríður Lilja Valtýsdóttir
  • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.ASK BR - Ytri-Sólheimar 1a

2506006

Lögð er fram tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir Ytri-Sólheima.

Breytingin felur í sér stækkun VÞ14 Ytri-Sólheima 1a í samræmi við afmörkun lóðar fyrir Ytri-Sólheima 1a og nýr reitur fyrir íbúðarbyggð ÍB12 Ytri-Sólheimar. Innan stækkaðs reits VÞ14 verður heimilt að vera með tjaldsvæði og gistirúmum fjölgað lítillega, eða úr 17 í 20.

Skipulagstillaga var kynnt frá 29. október til og með 19. nóvember 2025 og bárust engar athugasemdir en umsögn barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

2.ASK BR Giljur

2510015

Lögð er fram til samþykktar lýsing á breytingu aðalskipulags Mýrdalshrepps fyrir Giljur.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.DSK BR Túnahverfi

2512004

Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagsskilmálum Túnahverfis í Vík fyrir lóðina Mylluland 4-6 frá Óðni Gíslasyni.
ÓG og GSG véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að unnin verði breyting á deiliskipulaginu í samræmi við umsóknina.

4.Ný slökkvistöð

2505012

Lögð er fram skýrsla starfshóps um nýja slökkvistöð í Vík.
Ráðið gerir ekki athugasemd við niðurstöðu starfshópsins og leggur til við sveitarstjórn að nauðsynleg rannsóknar- og skipulagsvinna verði sett af stað.

5.Austurvegur 18 A og B - lóðamörk

2512003

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að lóðamörkum fyrir lóðirnar Austurvegi 18A og Austurvegi 18B.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti afmörkun lóðanna en leggur til að höfð verði kvöð um sameiginlega akstursleið á milli lóðanna Austurvegar 18a, 18b og 16.

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7

2512001F

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7 Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Bókun fundar Ráðið mælist til þess að málið verði sett í grenndarkynningu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7 Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Bókun fundar Ráðið mælist til þess að umsækjandi skili inn afstöðumynd af lóð sem sýnir hvort að ákvæðum um fjölda bílastæða m.v. gesti séu uppfyllt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7 Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Bókun fundar Ráðið gerir ekki athugasemdir við útlit hússins.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7 Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Bókun fundar Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi til árs.

Fundi slitið - kl. 10:08.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir