Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

7. fundur 02. desember 2025 kl. 16:00 - 16:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Guðmundur Úlfar Gíslason Byggingarfulltrúi
  • Ívar Páll Bjartmarsson Nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá
Óskað er eftir því að bæta máli nr. 7 við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

1.Umsókn um byggingarleyfi - Króktún 5

2409014

Sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi í Króktúni 5 skv. meðfylgjandi hönnunargögnum unnum af Gríma arkitektar, dags. 13.11.2025. Framkvæmdin er í umfangsflokki 2.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
- Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
- Viðkomandi iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sléttuvegur 10 - Flokkur 2

2511003

Sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsnæði með 10 íbúðum á Sléttuvegi 10 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af A2F arkitektar, dags. 01.11.2025. Framkvæmdin er í umfangsflokki 2.
Afgreiðslu málsins var frestað á 6. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Ráðið gerði ekki athugasemd við málið. Sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu ráðsins.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
- Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
- Viðkomandi iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Víkurbraut 5 - Flokkur 1

2511004

Sótt er um byggingarleyfi fyrir breytingum innan- og utanhúss að Víkurbraut 5 ásamt breytingum á sorpsvæði í samræmi við uppdrætti unna af ARKÍS arkitektum, dags. 1.12.2025. Um er að ræða framkvæmd í umfangsflokki 1.
Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.

4.Sunnubraut 15 - Smiðjan brugghús - breytingu á rekstrarleyfi

2511009

Óskað er eftir umsögn byggingarfulltrúa og slökkviliðs vegna breytingar á rekstrarleyfi fyrir Sunnubraut 15. Sótt er um leyfi fyrir allt að 85 gesti í veitingarými.
Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.

5.Skeiðflöt - rekstrarleyfi

2511010

Óskað er eftir umsögn byggingarfulltrúa og slökkviliðs á rekstrarleyfi fyrir Skeiðflöt. Sótt er um leyfi fyrir allt að 25 gesti í gistirými og 20 gesti í veitingarými.
Ekki er gerð athugasemd við veitingu rekstrarleyfis á Skeiðflöt.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Smiðjuvegur 12A - Flokkur 1

2512001

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 540 m2 iðnaðarhúsnæði á Smiðjuvegu 12A skv. uppdráttum unnum af EFLA verkfræðistofa, dags. 5.3.2025. Framkvæmdin er í umfangsflokki 1.
Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.

7.Umsókn um stöðuleyfi - Sléttuvegur 5A

2512002

SV3 ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta gám við Sléttuveg 5A undir verkfæri og aðra aðstöðu vegna framkvæmda við byggingu á Sléttuvegi 5A. Sótt er um stöðuleyfi frá 1.12.2025 til 3.3.2027.
Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir