Lögð fram tillaga um óverulega breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir samfélagsþjónustusvæði S4.
Samfélagsþjónustusvæði S4 minnkar úr 0,6ha í 0,32ha og bætt er við miðsvæði M8 sem fær nafnið Ránarbraut 3.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna með þeirri breytingu að skilmálar fyrir M8 verði "Gert er ráð fyrir skrifstofum, léttri veitingastarfsemi (s.s. kaffihús eða bakarí), dagvöruverslun og íbúðum. Hámarks byggingarmagn er 2300 m2.". Skipulagsfulltrúa falið að senda gögnin til Skipulagsstofnunar og ljúka málinu.
Lögð er fram til samþykktar tillaga að nýju deiliskipulag fyrir Höfðabrekka (VÞ38 og ÍB10) eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum.
Skipulagið var auglýst frá 28. apríl 2025 til og með 9. júní 2025 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Mílu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands(HSL), Veðurstofa Íslands (VÍ) og Vegagerðinni.
AHÓ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
Lögð fram til samþykktar tillaga að nýju deiliskipulag fyrir Kerlingardalur (VÞ41) eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum.
Skipulagið var auglýst frá 8. september 2025 til og með 20. október 2025 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Slökkvilið Mýrdalshrepps (SM), Rarik, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands(HSL) og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagsskilmálum Bakkahverfis í Vík fyrir lóðina Mýrarbraut 11 frá Valdimar Gíslasyni.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að unnin verði breyting á deiliskipulaginu í samræmi við umsóknina en mælist til að fært verði inn ákvæði um að útlit verði háð samþykki ráðsins.
6.DSK BR Vistarvegur 2-8
2511006
Lögð fram til umsagnar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vistarvegi 2-8 í Rangárþingi Eystra, í samræmi við meðfylgjandi gögn.
8.Giljur - afmörkun og breyting á skráningu staðfanga lóðar
2509010
Lögð fram beiðni um staðfestingu sveitarfélags fyrir afmörkun og nafnbreytingu á lóðinni Giljur L163156, í samræmi við framlagða merkjalýsingu, frá Ragnheiði Thorlacius.
Ráðið staðfestir fyrir sitt leyti afmörkun og nafnabreytingu á lóðinni í samræmi við framlagða merkjalýsingu en mælist til þess að aðkoma að lóðinni verði skilgreind á deiliskipulagi sem er í vinnslu fyrir Giljur.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.Bókun fundarRáðið gerir ekki athugasemdir við útgáfu byggingarleyfis á grundvelli framlagðra uppdrátta.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.Bókun fundarRáðið mælist til þess að umsóknin verði sett í grenndarkynningu og óskar eftir umsögn slökkviliðs áður en málið verður tekið aftur fyrir.
AHÓ sat hjá við afgreiðslu málsins.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6Málinu er frestað og vísað til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd.Bókun fundarÍ ljósi breyttrar starfsemi við Víkurbraut 26 þar sem umfangsmikil fólksflutningastarfsemi er rekin samhliða gistiheimilinu þá frestar ráðið afgreiðslu málsins og mælist til þess að umsækjandi skili inn greinargerð um það hvernig tryggja megi að ákvæðum um fjölda bílastæða við gististaði verði fylgt og umferðaröryggi á svæðinu tryggt. Skipulagsfulltrúa falið að funda með umsækjendum.