Lögð er fram tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir verslunar- og þjónustusvæði VÞ14 Ytri-Sólheimar 1a. Breytingin felur í sér um stækkun svæðisins í samræmi við afmörkun lóðarinnar fyrir Ytri-Sólheima 1a og nýr reitur fyrir íbúðarbyggð ÍB12 Ytri-Sólheimar. Innan stækkaðs reits VÞ14 verður heimilt að vera með tjaldsvæði og gistirúmum fjölgað lítillega, eða úr 17 í 20.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að forkynna fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið.
Lögð er fram til samþykktar lýsing á breytingu aðalskipulags Mýrdalshrepps fyrir Austurbyggð - Hamrahverfi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
AHÓ sat hjá við afgreiðslu málsins.
Tekin fyrir tillaga um leik- og fjölskyldusvæði í Vík.
Ráðið leggur til að rólur sem voru á leikskólalóð verði settar upp við Klettsveg ásamt bekk. Vegna fjárhagsáætlunar 2026 leggur ráðið til að áætlað verði fjármagn í framkvæmdir við Guðlaugsblettinn og felur skipulagsfulltrúa í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa að undirbúa hönnun.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 5Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta. - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína. - Iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína á einstökum verkþáttum. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 5Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta. - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína. - Iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína á einstökum verkþáttum. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.