Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

5. fundur 29. september 2025 kl. 10:00 - 11:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Guðmundur Úlfar Gíslason Byggingarfulltrúi
  • Ívar Páll Bjartmarsson Nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Mánabraut 5 - Flokkur 3

2509007

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 691,1 m2 líkamsræktarstöð að Mánabraut 5, í samræmi við uppdrætti unna af VA arkitektar, dags. 13.12.2024. Um er að ræða framkvæmd í umfangsflokki 2.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
- Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
- Iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína á einstökum verkþáttum.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sléttuvegur 5A - Flokkur 2

2509014

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 2ja hæða fjölbýlishúsi að stærð 2.531,7 m2, í samræmi við uppdrætti unna af SS ark, dags. 02.04.2025. Um er að ræða framkvæmd í umfangsflokki 2.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
- Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
- Iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína á einstökum verkþáttum.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir