Skipulags- og umhverfisráð

34. fundur 12. september 2025 kl. 09:00 - 10:05 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Steinþór Vigfússon Nefndarmaður
    Aðalmaður: Salóme Svandís Þórhildardóttir
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að máli 2509006 - Hönnun viðbyggingar við Víkurskóla yrði bætt við dagskrá fundarins.
Samþykkt.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4

2504008F

2.ASK BR - Norður-Foss og Suður-Foss

2306005

Lögð er fram til samþykktar tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir Norður- og Suður-Foss.

Breytingin felur í sér skiptingu verslunar- og þjónustusvæðis VÞ33 Norður-Foss þar sem svæðinu er skipt í tvö svæði og fær nýtt verslunar- og þjónustusvæði heitið VÞ46 Suður-Foss. Einnig er bætt við svæði fyrir íbúðarbyggð, ÍB11, við hlið verslunar- og þjónustusvæðanna.

Skipulagið var auglýst frá 6. júní til og með 18. júlí 2025 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Slökkvilið Mýrdalshrepps(SM), Heilbrigðiseftirliti Suðurlands(HSL), Rarik og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir Norður- og Suður Foss og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.

3.DSK BR Norður-Foss

2205002

Lögð er fram til samþykktar breyting á deiliskipulagi fyrir Norður-Foss eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum.

Skipulagið var auglýst frá 6. júní til og með 18. júlí 2025 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Slökkvilið Mýrdalshrepps(SM), Heilbrigðiseftirliti Suðurlands(HSL), Minjastofnun Íslands(MÍ) og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.

4.ASK BR Ytri-Skógar, breyting á íbúðafjöldi á ÍB23

2509005

Lögð er fram til umsagnar skipulagslýsing um breytingu aðalskipulagI Rangárþings Eystra varðandi íbúðasvæðið ÍB23 og verslunar- og þjónustusvæði VÞ29.
Ráðið tekur ekki afstöðu til málsins og mælist til þess að það verði rætt á vettvangi eigenda Ytri-Skóga áður en að það verður unnið frekar.

5.DSK Ytri-Skógar, breytingar á gamla héraðsskólanum

2509004

Lögð er fram til umsagnar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ytri-Skóga í Rangárþingi Eystra, breytingu á gamla héraðsskólanum.
Ráðið tekur ekki afstöðu til málsins og mælist til þess að það verði rætt á vettvangi eigenda Ytri-Skóga áður en að það verður unnið frekar.

6.ASK ÓBR VÞ5 - Hótel Vík, Klettsvegur 1

2509008

Lögð er fram ósk um óverulega breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps, sem felur í sér að breyta hámarkshæð viðbyggingar við verslunar- og þjónustusvæði VÞ5 (Hótel Vík) úr 9m í 10m.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda gögnin til Skipulagsstofnunar og ljúka málinu.

7.DSK Steig

2502003

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Steig (VP26).
SV vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Ráðið mælist til og heimilar fyrir sitt leyti að unnin verði aðalskipulagsbreyting vegna þess hluta sem skilgreina skal sem íbúðarsvæði.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða aðalskipulagsbreytingartillögu.
Fylgiskjöl:

8.Hönnun viðbyggingar við Víkurskóla

2509006

Ráðið tilnefnir Óðinn Gíslason og Önnu Huld Óskarsdóttur sem fulltrúa ráðsins í teymið.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir