Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

4. fundur 01. september 2025 kl. 10:00 - 11:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason Byggingarfulltrúi
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Ívar Páll Bjartmarsson Nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi - Króktún 5

2409014

Sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi í umfangsflokki 2 skv. meðfylgjandi hönnunargögnum unnum af Gríma arkitektar, dags. 17.09.2023. Fyrir liggur umsögn skipulagsfulltrúa og Slökkviliði Mýrdalshrepps.
Á 29. fundi skipulags- og umhverfisráðs var málið samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn nágranna varðandi staðsetningu mannvirkis á lóðarmörkum.

Byggingarleyfi er hafnað á grundvelli neikvæðrar umsagnar nágranna.

2.Austurvegur 20. Umsókn um byggingarleyfi

2411003

Óskað er eftir heimild fyrir því að setja niður spennistöð fyrir rafhleðslu bíla á lóðinni Austurvegur 20 í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Byggingaráform eru samþykkt.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Norður-Foss - Flokkur 1

2507001

Sótt er um að gera breytingar innahúss og byggingu sólskála skv. uppdráttum unnum af BK Hönnun, dags. 6.12.2024.
Byggingaráform eru samþykkt.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sunnubraut 15 - Flokkur 1

2508010

Sótt er um byggingarleyfi fyrir húsi undir spennistöð á lóðinni Sunnubraut 15.
Byggingaráform eru samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir