Aðventa og jól í Mýrdalshreppi 2022

Í Sveitarfélaginu Mýrdalshreppi verða spennandi og fjölbreyttir 
viðburðir fyrir alla fjölskylduna fram að jólum og nýju ári, eins og
  • tónleikar,
  • barnaskemmtun,
  • markaður,
  • koma jólasveinanna og fleiri.

Farðu niður á síðu til að sjá komandi viðburði. 


Bókamarkaður fram að jólum og við pöntum inn fyrir þig jólabækurnar!

Hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóstinn kotlusetur@vik.is , Facebooksíðu Kötluseturs, í síma 852 1395 eða bara kíkja til okkar (okkur finnst það skemmtilegast)

Books for Christmas! If you have your eye on a specific book you are welcome to reach out and we will try to order it for you! You can contact us through email kotlusetur@vik.is, our FB page, phone 852 1395 or just drop by (that´s our favorite)


Kökubasar Kvenfélags Dyrhólahrepps - 30. nóvember, kl. 15:30-17:00 í Leikskálum

Kvenfélag Dyrhólahrepps verður með kökubasar miðvikudaginn 30 nóvember í Leikskálum frá 15:30-17:00. Í boði verður að kaupa flatkökur, kleinur og alls konar gúmmilaði búið til af kvenfélagskonum. Kaffi, kakó og vöfflur verða líka til sölu.
Basarinn er hluti af fjáröflun kvenfélagsins.
Hægt er að kaupa flatkökur í forsölu. Stykkið kostar kr. 250. Hægt að panta hjá Ingibjörgu, ingibjenny@gmail.com, s: 692-2488 eða PM á facebook. Panta þarf fyrir kl. 14:00 á morgun þriðjudag 29 nóvember.

 


KK í Víkurkirkju á fullveldisdaginn - 1. desember 2022, kl. 18:00

Hinn eini sanni KK kemur og leikur við hvurn sinn fingur 1. desember í Víkurkirkju.
Einstakt tækifæri til að sjá frábæran listamenn í Víkurkirkju.
Frítt er á viðburðinn.
Hlökkum til að sjá ykkur

FB viðburður/event: KK í Víkurkirkju


Guðþjónusta í Reyniskirkju - 4. desember, kl. 14:00

Guðþjónusta verður í Reyniskirkju, 4. desember (Annar sunnudagur í aðventu) kl. 14:00.

Verið öll hjartanlega velkomin!


Laufabrauðsstund - 7. desember, kl. 16:30 - 18:30 í Víkurskóla

Foreldrafélag Víkurskóla býður upp á laufabrauðsútskurð og notalega samveru á aðventu í Víkurskóla! ÖLL VELKOMIN (ömmur, afar, frænkur, frændur, vinir, félagar...)! Panta þarf laufabrauð hjá foreldrafélaginu fyrir sunnudag 04/12! Gott er að hafa með sér bretti, hnífa/laufabrauðsjárn og box fyrir brauðin! Léttar veitingar til sölu.
FB viðburður/event: https://fb.me/e/2TXhYCXEQ


Lítil jól í Súpufélaginu

Daníel Óliver & Jökull gítarleikari ætla að bjóða upp á Litlu Jól í Súpufélaginu, sunnudagskvöldið næstkomandi. Þeir taka uppáhalds jólalögin sín og svo verða tilboð á barnum, jólaglögg og piparkökur. Enginn aðgangseyrir í húsið!
Strákarnir byrja að spila um kl 21:00
 
Verið hjartanlega velkomin!

Fimm mínútur í jól - 12. desember, kl. 20:30 í Víkurkirkju

Hljómsvetin LÓN með söngvarann Valdimar í broddi fylkingar hefur undanfarið unnið að lágstemdri og kósy jólatónlist í samstarfi við söngkonuna RAKEL. Þetta eru nýjar og oft á tíðum óvæntar útgáfur af þekktum jólalögum sem flestir íslendingar kannsast við.
Afraksturinn af þessari vinnu má sjá og heyra í sérstökum jólaþætti sem sýndur verður á Sjónvarpi Símanns í desember. Einnig er væntanleg Jólaplata frá hópnum og ber hún nafnið "5 mínútur í jól” Til þessað fagna þessari útgáfu og komu jólanna munu þau leggja upp í tónleikaferð og halda hlýlega og notalega Jólatónleika í kirkjum landsins.
Húsið opnar klukkan 20:00 og hefjast tónleikarnir klukkan 20:30
Miðaverð er 4.900 og fer miðasalan fram á tix.is

Hátíðarguðþjónusta í Víkurkirkju á aðfangadaginn, kl. 18:00

Hátíðarguðþjónusta verður á aðfangadaginn, kl. 18:00 í Víkurkirkju.

Verið öll hjartanlega velkomin!


Áramótapartý / New Year´s Eve Party - 31. desember kl. 21:00 í Smiðjan Brugghúsi 

Fleirir upplýsingara má nálgast HÉR