Víkurbraut 5 - Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagið nær til lóðarinnar Víkurbraut 5 og einnig yfir hluta Lystigarðsins. Markmið deiliskipulagsins er að afmarka tvo nýja byggingarreiti á lóð auk þess sem byggingarreitur núverandi húss stækkar til suðausturs. Gert er ráð fyrir að útbúin séu bílastæði innan Lystigarðs við lóðamörk milli Lystigarðs og Víkurgötu 5 sem lóðarhafi Víkurgötu 5 og gestir Lystigarðs munu samnýta.

Tillaga þessi liggur frammi á skrifstofa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík eða er hægt að nálgast hér frá 15. júlí 2021 til og með 29. ágúst 2021.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út sunnudaginn 29. ágúst 2021.

George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps