Kveðjuguðsþjónusta og kveðjukaffi - Víkurkirkja

Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur lætur af störfum 31. október nk. eftir tæpa 35 ára þjónustu.

Af því tilefni verður kveðjuguðsþjónusta í Víkurkirkju, sunnudaginn, 14. nóvember nk. kl. 14:00.

Félagar úr Samkór Mýrdælinga leiða söng undir stjórn Brians R. Haroldssonar organista.

Eftir guðsþjónustuna er öllum viðstöddum boðið að þiggja veitingar sóknarnefndanna í Mýrdal

í félagsheimilinu Leikskálum í Vík, í umsjón kvenfélaganna í Mýrdal.