Bárður Einarsson verkstjóri áhaldahúss Mýrdalshrepps hefur látið af störfum hjá sveitarfélaginu.
Bárður hefur starfað hjá sveitarfélaginu um margra ára skeið og farið fyrir áhaldahúsinu síðustu ár.
Bárði eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og honum óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri og Kolbrún Magga Matthíasdóttir skrifstofustjóri hittu Bárð og færðu honum þakklætisvott fyrir gott samstarf síðustu ár.