Breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 – Hamrahverfi – Austurbyggð Víkur
Í samræmi við 30.gr. og 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 í þéttbýlinu í Vík.
Breytingin fjallar um minnkun á reit VÞ8 og í staðinn koma nýtt verslunar- og þjónustusvæði, íbúðarsvæði og miðsvæði.
Þessi breyting á aðalskipulaginu er gerð er í samræmi við niðurstöður skipulagssamkeppni Austurbyggðar Víkur sem haldin var árið 2024. Markmið samkeppninnar var að gera tillögu að fjölbreyttu og líflegu íbúðarhverfi í tengslum við verslun og þjónustu með fallegu og spennandi heildaryfirbragði.
Skipulagsáætlanir taka mið af skuldbindingum sveitarfélagsins varðandi íbúðabyggð og lóðaframboð til næstu ára og þeirra sjónarmiða sem fram koma í íbúakönnun.
Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður unnið deiliskipulag fyrir svæðið.
Skipulagslýsing þessi liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 15. desember 2025 til og með 12. janúar 2026.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á skipulag@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 12. janúar 2026.