Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 – Ferðaþjónusta við Sólheimajökul

Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er kynnt skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028.

Lýsingin tekur til breytinga á verslunar- og þjónustusvæði V21, Ferðaþjónusta við Sólheimajökul sem er breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði, AF1 og svæðið er stækkað úr 1 ha í 5,5 ha.

Skipulagslýsing þessi liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík eða má nálgast hér frá 23. júní 2021 til og með 20. júlí 2021.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 20. júlí 2021.