Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 – Ferðaþjónusta við Sólheimajökul

Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028.

Breytingin felur í sér að því að verslunar- og þjónustusvæði V21, Ferðaþjónusta við Sólheimajökul, er breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði, AF1 og svæðið er stækkað úr 1 ha í 5,3 ha.

Breytingartillagan og umhverfisskýrsla liggja frammi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, má nálgast hér: ASK BR Sólheimajökulsmelar-uppdráttur og ASK BR Sólheimajökulsmelar-greinargerð og á Skipulagsstofnun frá 3. nóvember 2021 til og með 17. desember 2021.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 17. desember 2021.

 

George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps