Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 – Breyting á þéttbýlisuppdrætti

Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028.

Breytingin felur í sér stækkun á reit Þ7 (Þjónustustofnun)- þar sem mun koma nýr stærri leikskóli um 600 m² á einni hæð og stækkun á reit ÍS2 (Bakkar)- þar sem gert er ráð fyrir tveimur nýjum lóðum.

Tillaga þessi að aðalskipulagsbreytingu liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is eða má nálgast hér frá 19. maí 2021 til og með 2. júlí 2021.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 2. júlí 2021.

 

George Frumuselu

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Mýrdalshrepps