Mýrdalshreppur óskar eftir umsjónarmanneskju með vinnuskóla sumarið 2025
Mýrdalshreppur leitar að ábyrgðarfullri og jákvæðri manneskju til að leiða starf vinnuskóla sveitarfélagsins sumarið 2025. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Vinnuskólinn er ætlaður ungmennum fæddum 2009–2012 og varir í 4 vikur. Laun eru samkvæmt kjarasamningi íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélagi viðkomandi.
Helstu verkefni:
-
Umsjón og dagleg stjórn með vinnuskólanum
-
Skipulag og úthlutun verkefna fyrir þátttakendur
-
Tilsögn og eftirfylgni með vinnubrögðum
-
Hvetja til jákvæðs starfsanda og ábyrgðar
-
Samskipti við foreldra/forráðamenn og starfsfólk sveitarfélagsins
Hæfniskröfur:
-
Reynsla af vinnu með börnum eða ungmennum er kostur
-
Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
-
Góð samskiptahæfni og leiðtogahæfileikar
-
Jákvæðni og góð fyrirmynd í hegðun og framkomu
Tímabil:
Starfstími vinnuskólans er frá byrjun júní til lok júní. Nákvæmar tímasetningar verða ákveðnar í samráði við ráðinn einstakling.
Umsóknarfrestur:
21. maí 2025
Umsóknir og nánari upplýsingar:Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt stuttri kynningu á sjálfum/sjálfri ykkur á netfangið
tomstund@vik.is eða hafið samband við íþrótta og tómstundafulltrúa, Sunnu, í síma 8458640.