Mýrdalshreppur auglýsir eftir verktaka til að byggja og leigja húsnæði fyrir slökkvistöð

Mýrdalshreppur óskar eftir áhugasömum verktökum til að koma að byggingu húsnæðis fyrir slökkvistöð í sveitarfélaginu og leigja það sveitarfélaginu til langs tíma. Einnig kemur til greina að gera kaupleigusamning að loknum leigutíma.

Óskað er eftir húsnæði á bilinu 600–700 m², með möguleika á framtíðarstækkun. Endanleg hönnun húsnæðisins verður háð samþykki sveitarfélagsins.

Verktakar sem hafa áhuga eru beðnir um að senda inn skriflega lýsingu á:

  • Reynslu sinni af sambærilegum verkefnum,

  • Hugmynd að útfærslu framkvæmdarinnar,

  • Upplýsingum um rekstrarforsendur og fjármögnun,

  • Áætlaðan framkvæmdartíma.

 

Umsóknarfrestur: 5. júní 2025 kl. 12:00
Skil á gögnum: Gögnum skal skilað í tölvupósti á netfangið sveitarstjori@vik.is

Nánari upplýsingar veitir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri, í síma 4871210 eða á netfangið sveitarstjori@vik.is

Auglýsing þessi felur ekki í sér skuldbindingu af hálfu Mýrdalshrepps um að ganga til samninga.
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum, óska eftir frekari upplýsingum frá þátttakendum, boða til frekari samningaferla eða ákveða að verkefnið verði ekki framkvæmt.
Komi til þess að verkefnið þróist í átt að verkframkvæmd sem fellur undir lög nr. 120/2016 um opinber innkaup, mun sveitarfélagið fylgja þeim reglum að fullu.