Endurskoðun aðalskipulag Mýrdalshrepps 2021-2033

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. janúar 2023 að auglýsa heildar endurskoðun aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033.

Framlögð gögn til kynningar eru greinargerð aðalskipulags, forsendu- og umhverfisskýrsla, sveitarfélagsuppdráttur og þéttbýlisuppdráttur ásamt skýringauppdráttum. Kynningargögn má nálgast rafrænt á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.vik.is og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps á skrifstofu Mýrdalshrepps.

Athugasemdum, ábendingum og umsögnum skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps Austurvegi 17, Vík eða með tölvupósti á netfangið bygg@vik.is fyrir 8. mars 2023.

George Frumuselu

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Mýrdalshrepps