Söng- og leiklistarnámskeið Leik og Sprell 2022

Söng- og leiklistarnámskeið fyrir 8-15 ára, byrjendur jafnt sem lengra komna!
Á námskeiðinu er lögð áhersla á leikgleði, traust og samvinnu. Farið verður í skapandi leiki og unnið með spuna. Allir fá tækifæri til að syngja og kenndur er grunnur í söngtækni og túlkun. Út frá spuna búum við til leiklistarsenur sem við munum vinna með í gegnum námskeiðið og setjum saman sýningu sem opin verður fyrir aðstandendur.
6 daga námskeið, kennt 3 klukkustundir í senn, verð: 23.000 krónur.
Veittur er 10% systkinafsláttur.
Söngtímar fyrir allan aldur!
Boðið er upp á einkatíma í söng þar sem kennd er söngtækni unnin frá Complete Vocal Technique. Við lærum hvernig við beitum röddinni okkar, öndun og túlkun.
Stakir tímar, kennt klukkustund í senn, verð: 5000 krónur.
Tímarnir eru hugsaðir sem einkatímar en vilja vinir hópa sig saman er veittur 20% afsláttur.
Kennari á námskeiðinu er stofnandi Leik og Sprell, Bára Lind Þórarinsdóttir. Bára hefur unnið sem leiklistarkennari og leikstjóri í grunnskóla þar sem hún hefur unnið með öllum aldursstigum. Bára er með jógakennararéttindi frá Indlandi, söng diplómu frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn, og er að ljúka leiklistarnámi úti í Liverpool við LIPA. Báru finnst ekkert skemmtilegra en að leika og sprella og hefur hún tekið þátt í fjölda söngleikja, auglýsingum og bíómyndum, meðal annars sem Palla Pera í Ávaxtakörfunni.
Skráninar á námskeið Leik og Sprell fara fram í gegnum leikogpsrell@gmail.com
Vinsamlegast sendið fullt nafn barns, aldur og staðsetningu námskeiðs.