Regnbogahátíð - List í fögru umhverfis - dagskrá

Regnboginn - list í fögrum umhverfi er menningarhátíð eða menningarveisla okkar Mýrdælinga sem haldin er aðra helgi októbermánaðar ár hvert.

Upphaflega hugmyndin að Menningarveislunni var að Mýrdælingar sameinuðust í að koma á fót fjölbreyttri menningardagskrá, sem íbúum og gestum var boðið að upplifa í fögru umhverfi Víkur. Með sameiginlegu átaki einstaklinga, fyrirtækja og stofnana tókst búa til metnaðarfulla og ævintýralega dagskrá sem vekur athygli á umhverfi, sögu og mannlífi í Vík og nágrenni, en hefur einnig það hlutverk að hvetja til tengsla og vera jarðvegur fyrir frjóar hugmyndir til eflingar samfélaginu og til yndisauka fyrir íbúa.

Regnboginn- list í fögru umhverfi, er samstarfsverkefni Menningarmálanefndar Mýrdalshrepps, Grunnskóla Mýrdalshrepps, Tónskóla Mýrdælinga, sóknarnefndar Víkursóknar og fyrirtækja í hreppnum.

Regnbogahátíðin skipar orðið stóran sess í lífi Mýrdælinga, haldin aðra helgina í október ár hvert. Hátíðin er menningarhátíð og hafa fjölbreyttir viðburðir verið í gangi alla helgina þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Regnbogahátíð verður haldin 8. - 10. október 2021

Dagskrá Regnbogahátíðar 2021

 

Facebook: Regnboginn - Lista í fögru umhverfis