Laust starf í áhaldahúsi Mýrdalshrepps

Samkvæmt mannauðsstefnu Mýrdalshrepps ber að auglýsa allar fastráðningar hjá Mýrdalshreppi.

Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið.

Mýrdalshreppur auglýstir starf tækjamanns við áhaldahúsið í Vík laust til umsóknar.

Um er að ræða 100% starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er verkstjóri áhaldahúss.

Helstu verkefni

 • Umhirða og hreinsun opinna svæða
 • Vetrarþjónusta innanbæjar í Vík
 • Ýmis konar viðhald og þátttaka í framkvæmdum
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur

 • Rík þjónustulund.
 • Góð samskiptafærni og sveigjanleiki.
 • Snyrtimennska
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Sjálfstæð vinnubrögð.
 • Verkkunnátta og réttindi til að stjórna minni tækjum.
 • Hreint sakavottorð.


Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.

 

Launakjör eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Suðurlands.

Umsóknarfrestur er til og með 7. mars 2024. Umsóknum skal skilað á netfangið myrdalshreppur@vik.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 17 í Vík. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir verkstjóri áhaldahúss í síma 897-8303 eða í tölvupósti á ahaldahus@vik.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni, til að sækja um starfið.