Laus störf við kennslu í Víkurskóla

Samkvæmt mannauðsstefnu Mýrdalshrepps ber að auglýsa allar fastráðningar hjá Mýrdalshreppi.

Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið.

Víkurskóli Vík í Mýrdal auglýsir stöður kennara við skólann á yngsta og miðstigi, fyrir skólaárið 2023-2024.

Meðal kennslugreina; list- og verkgreinakennsla, heimilisfræði, stærðfræði, upplýsingatækni og enska Jafnframt valgreinar á unglingastigi.

Umsækjendur skulu hafa tilskylda menntun og reynslu til starfsins og góð tök á íslensku í ræðu og riti. Lögð er áhersla á að umsækjandi sé sveigjanlegur og hafi góða samskiptahæfni og vilja til að taka þátt í samstarfi og teymisvinnu.

Um er að ræða 2 stöður, starfshlutfall er 70-100%.

Í Víkurskóla er leitast við að búa nemendum hvetjandi námsumhverfi. Áhersla er lögð á samstarf kennara og fjölbreytta kennsluhætti. Víkurskóli er heilsueflandi skóli og vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar, Uppeldis til ábyrgðar. Víkurskóli er jafnframt einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Skólinn hefur um árabil tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfi í gegnum Erasmus+.

Stöðurnar eru lausar frá og með 1. ágúst 2023

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2023. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknir auk ferilskrár skulu sendar á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is

Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í síma 4871242 /7761320, jafnframt heimasíða skólans www.vikurskoli.is