Sveitarstjórn

633. fundur 05. maí 2022 kl. 16:00 - 16:20 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson oddviti
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
  • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
  • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2022

2204008

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann.

2.Ársreikningur 2021

2204010

Tekin er til síðari umræðu ársreikningur Mýrdalshrepps fyrir árið 2021.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 914,4 millj. kr. í A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 820,4 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts í A- flokki var 0,39% en lögbundið hámark þess er 0,625%, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,65% sem er einnig lögbundið hlutfall.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 112,5 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 102,0 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í 2021 nam 1.071,3 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 1.205,9 millj. kr.

Sveitarstjórn staðfestir með undirritun sinni ársreikning við síðari umræðu. Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra, forstöðumönnum og öðru starfsfólki sveitarfélagsins fyrir sinn þátt í góðum rekstri sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir