Skipulagsnefnd

303. fundur 17. maí 2022 kl. 17:00 - 19:00 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir því að eftirfarandi mál verði tekin utan auglýstrar dagskrár til afgreiðslu:
2205006 - Golfvöllurin Vík - umsókn um stöðuleyfi, verður liður 4 í fundargerð.
2106030 - Svæði fyrir litabolta - umsókn um svæðisnotkun, verður liður 5 í fundargerð.
2110020 - Skólahreystibraut - tillaga um staðsetning, verður liður 6 í fundargerð.

Samþykkt samhljóða.

1.END 2019-2031

1908012

Lögð er fram tillaga um endurskoðun aðalskipulags Mýrdalshrepps 2019-2031.
Skipulagsnefnd Mýrdalshrepps samþykkir að setja endurskoðað aðalskipulag Mýrdalshrepps 2021-2033 í forkynningu samkvæmt 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
ÓG víkur af fundi.

2.DSK BR Austurhluta Víkur

2205003

Óðinn Gíslason f.h. Fasteignafélagið Vestur-Vík óskar eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að þakhalli á Strandvegi 11-15 verði frá götu að austanverðu.
Skipulagsnefnd samþykkir þessa óverulegu breytingu á deiliskipulagi í Austurhluta Víkur. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.
ÓG kemur aftur inn á fund.

3.Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031

2002003

Ólafur Júlíusson f.h. sveitarstjórnar Skaftárhrepps óskar eftir umsögn um tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031. Tillagan er auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr.123/2010 frá og með 19. maí með athugasemdafresti til 30. júní 2022.
Hægt er að nálgast skipulagsgögnin á starfænu formi á heimasíðu sveitarfélagsins www.klaustur.is
Afgreiðslu málsins frestað.

4.Gólfvöllurinn Vík - Umsókn um stöðuleyfi

2205006

Holly Keyser f.h. Skool Beans ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagn við golfvöllinn í Vík.
Samþykkt samhljóða.
ÓG og ÞG víkja af fundi

5.Svæði fyrir litbolti - Umsókn um svæðisnotkun

2106030

Sunna Wiium og Óðinn Gíslason f.h. Krummaskuð Vík sf. sækja um leyfi til afnota svæði fyrir litabolta í samræmi við framlögð gögn.
Nefndinni líst vel á aukna afþreyingu í sveitarfélaginu og leggur til að stofnuð verði lóð til leigu undir litabolta uppi á Suður-Víkur túni.
ÓG og ÞG koma aftur á fundinn

6.Skólahreystibraut

2110020

Starfshópur um skólahreystisbraut leggur fram tillögu að staðsetningu brautarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 19:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir